Bjarni: Snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 12:48 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Vísir/Ernir Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira