Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. október 2017 10:17 Leiðtogar flokkanna sem áttu sæti á Alþingi og þeirra sem mældust með mann inn á þing mættust í setti á föstudagskvöld. Vísir/Ernir Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn. Kosningar 2017 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira