Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 11:27 Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Grafík/Gvendur Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44