Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 11:27 Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Grafík/Gvendur Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44