Í síðasta þætti athugaði Pétur hvort það væri betra að lenda í árekstri í jeppa eða fólksbíl. Margir hafa í gegnum tíðina talið að jeppar væru öruggari.
Hann fékk tvo bíla í verkefnið, annarsvegar Toyota Corolla, árgerð 1997, og hinsvegar Kia Sportage, árgerð 2000. Fólksbíllinn er eitt tonn og jeppinn er um 1,5 tonn.
Því næst voru farartækin tekin upp með krana í umtalsverða hæð og sleppt niður á malbikið. Hér að neðan má sjá hvernig útkoman var en svona er að lenda í árekstri á 60 km. hraða á fólksbílnum og á jeppanum.