Breytt borg og horfnar sjoppur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:00 Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn." Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Á Þjóðminjasafninu er nú haldin yfirlitssýning um hálfrar aldrar feril Guðmundar Ingólfssonar ljósmyndara. Erla Björg Gunnarsdóttir hitti Guðmund og ræddi við hann um síbreytilega ásýnd borgarinnar, sjoppusjarma og mikilvægi fjölskyldualbúma. Sýningin ber heitið Á eigin vegum og vísar til þeirra mynda sem Guðmundur hefur tekið að eigin frumkvæði eins og hann orðar það sjálfur. Árið 1986 myndaði hann hvert einasta hús í Kvosinni fyrir Torfusamtökin og ákvað að mynda þau aftur 25 árum síðar. Á þeim tíma segir hann ferðamenn og bíla hafa breytt borgarásýndinni. „Breytingin var að 1986 gat ég myndað öll hús bíllaus en núna er engin leið að komast að húsunum án þess að það séu bílar. Eftir að barirnir komu þá skilur fólk eftir bíla yfir nótt," segir Guðmundur glottandi. Ljósmyndarinn hefur einnig sérstakan áhuga á söluturnum. „Söluturninn voru sérstakt fyrirbrigði og eru ennþá. Því miður hefur slegið á söluturna því það er verslunarkeðja sem heitir 10-11 sem tók þeirra hlutverk yfir.“Söluturninn á Tryggvagötumynd/Guðmundur IngólfssonÁ sýningunni má sjá sjoppur í miðborginni á níunda áratug síðustu aldar. Samkeppnin á þessum tíma var hörð og fólk hugsaði út fyrir boxið til að vekja athygli á sér og má þar nefna flugvélastélið sem kom út úr sjoppunni á Tryggvagötu. En allar þessar sjoppur eru horfnar úr borginni. Nema Pulsuvagninn. Hann lifir. „Pulsuvagninn er bara fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Landsbankinn," segir Guðmundur hlæjandi.Söluturninn á Túngötumynd/Guðmundur IngólfssonGuðmundur segir ljósmyndun hafa breyst mikið á hálfri öld. Fyrst og fremst sé búið að alþýðuvæða greinina og vísar hann þar til símamynda. Hann segir þó sjálfsmyndir eða selfies aldeilis ekki vera nýtt fyrirbæri og bendir mér á áratuga gamla sjálfsmynd af honum og konu hans. En hann saknar fjölskyldualbúmsins og því ákvað hann að setja upp fjölskyldumyndavegg á sýningunni til að vekja athygli á mikilvægi þess að setja myndir í albúm. „Það er nefnilega þannig með nútímatækni að það getur gerst að margar myndir daga í tölvum. Fólk skiptir kannski um tölvu, lætur gömlu tölvuna í skápinn með harða diskinum og öllum myndunum föstum þar inni. Svo gleymast þær," segir Guðmundur og mælir með að fólk fari í gegnum myndirnar sínar einu sinni til tvisvar á ári. „Og framkalla myndirnar á pappír. Fisísk ljósmynd lifir lengur en tölvugögn."
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira