Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 19:30 Fasteignamat hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. vísir/eyþór Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira