Innlent

Skilaboð frá stjórnmálaflokkum andstæð lögum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink
SMS-skilaboð til kjósenda frá Flokki fólksins og Miðflokknum í aðdraganda síðustu kosninga voru óheimil samkvæmt niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunnar sem birtar voru í gær. Í kjölfar tuga kvartana sem stofnuninni bárust um téðar sendingar var eftirgrennslan hafin sem leiddi í ljós að flokkarnir fengu fyrirtækið 1819 – Nýr valkostur ehf. til að senda skilaboð til tuga þúsunda farsímanotenda í aðdraganda kosninga.

Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að um markaðssetningu í skilningi 46. greinar fjarskiptalaga sé að ræða. Slík markaðssetning er óheimil nema sérstaks samþykkis sé aflað fyrirfram hjá viðtakanda um sendingu skilaboða sem innihalda beina markaðssetningu. Ekki dugar sem samþykki að viðkomandi hafa skráð númer sitt í símaskrá án bannmerkingar.

Í ákvörðuninni kemur einnig fram að sá aðili sem verið er að markaðssetja fyrir, í þessu tilfelli stjórnmálaflokkarnir, beri ábyrgð á að framkvæmdin sé í samræmi við lög. Að láta annan aðila annast sendingarnar firrir slíkan aðila ekki ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×