Gamlársdagur einn annasamasti dagur ársins á bráðamóttöku Landspítalans Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. desember 2017 12:29 Inngangur bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. vísir/ernir Gamlársdagur er einn annasamasti dagur ársins á bráðamóttöku Landspítalans og hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og er aukamannskapur á vakt í kvöld vegna þess. Flugeldaslysum hefur þó fækkað á síðustu árum en yfirlæknir segir bein tengsl vera á milli áfengisneyslu og slysa vegna notkunar flugelda. Á bráðamóttökunni býr starfsfólkið sig nú undir eina annasömustu nótt ársins en þangað leita jafnan margir eftir flugeldaslys. „Það er töluvert um minniháttar slys en töluvert líka um komur í tenglsum við ölvun og átök og slagsmál. Við bætum nokkuð í mannskap. Við erum með auka lækna og hjúkrunarfræðing á vaktinni í nótt til þess að geta tekist á við þetta alltsaman,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Ölvun og notkun flugelda fer ekki samanJón segir að flugeldaslysum hafi fækkað nokkuð undanfarin ár. „Þau eru ennþá upp undir tuttugu á hverju ári sem er of mikið en þetta var hins vegar um 50 fyrir tíu árum síðan. En ennþá eru þetta sömu tegundir slysa sem við erum að sjá. Fyrst og fremst áverkar á augum eða höndum og yfirleitt þannig að annaðhvort er einhver galli í flugeldinum eða þá að fólk er ekki að fara eftir leiðbeiningum,“ segir Jón. Hann segir gríðarlega mikiðvægt að fólk fari varlega í kvöld. „Ekki halda á flugeldum sem eru ekki ætlaðir til þess og svo hins vegar að fara varlega í áfengið ef maður ætlar að fara skjóta upp flugeldum. Við höfum séð það mjög áberandi að ölvun og notkun flugelda fer bara alls ekki saman,“ segir Jón. Þá búa menn sig einnig undir annasama nótt hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviðliðsmönnum verður fjölgað á vaktinni í nótt og verða um 35 talsins. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Gamlársdagur er einn annasamasti dagur ársins á bráðamóttöku Landspítalans og hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og er aukamannskapur á vakt í kvöld vegna þess. Flugeldaslysum hefur þó fækkað á síðustu árum en yfirlæknir segir bein tengsl vera á milli áfengisneyslu og slysa vegna notkunar flugelda. Á bráðamóttökunni býr starfsfólkið sig nú undir eina annasömustu nótt ársins en þangað leita jafnan margir eftir flugeldaslys. „Það er töluvert um minniháttar slys en töluvert líka um komur í tenglsum við ölvun og átök og slagsmál. Við bætum nokkuð í mannskap. Við erum með auka lækna og hjúkrunarfræðing á vaktinni í nótt til þess að geta tekist á við þetta alltsaman,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Ölvun og notkun flugelda fer ekki samanJón segir að flugeldaslysum hafi fækkað nokkuð undanfarin ár. „Þau eru ennþá upp undir tuttugu á hverju ári sem er of mikið en þetta var hins vegar um 50 fyrir tíu árum síðan. En ennþá eru þetta sömu tegundir slysa sem við erum að sjá. Fyrst og fremst áverkar á augum eða höndum og yfirleitt þannig að annaðhvort er einhver galli í flugeldinum eða þá að fólk er ekki að fara eftir leiðbeiningum,“ segir Jón. Hann segir gríðarlega mikiðvægt að fólk fari varlega í kvöld. „Ekki halda á flugeldum sem eru ekki ætlaðir til þess og svo hins vegar að fara varlega í áfengið ef maður ætlar að fara skjóta upp flugeldum. Við höfum séð það mjög áberandi að ölvun og notkun flugelda fer bara alls ekki saman,“ segir Jón. Þá búa menn sig einnig undir annasama nótt hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviðliðsmönnum verður fjölgað á vaktinni í nótt og verða um 35 talsins.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira