Klárt mál er hver vinsælasti jólabjórinn er meðal landsmanna en þar trónir Tuborg Julebryg á toppnum. Selst hafa 224.652 lítrar af þeirri tegund eða 42 prósent af öllum seldum jólabjór í ár.

Sala á jólabjórnum hófst þann 15. nóvember síðastliðinn og stendur að jafnaði fram að þrettándanum á nýju ári.
Salan það sem af er tímabilinu jafngildir því að Íslendingar hafi keypt nærri 1,7 milljónir flaskna (33 cl) af jólabjór á rúmum mánuði eða sem nemur rúmlega sex stykkjum á hvern Íslending sem aldur hefur til að kaupa áfengi í verslunum ÁTVR.