Veita þarf auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 29. desember 2017 22:10 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira