Veita þarf auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 29. desember 2017 22:10 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira