Veita þarf auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 29. desember 2017 22:10 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að veita þurfi auknu fjármagni í að þjónusta þjóðvegi yfir vetrartímann. Vetrarþjónusta á veginum þar sem alvarlegt rútuslys varð í fyrradag var á næstlægsta þjónustustigi. Vegagerðin heldur uppi vetrarþjónustu á þjóðvegum landsins en á vegarkaflanum þar sem slysið varð er unnið samkvæmt þjónustustigi þrjú af fjórum. Snjómokstur og hálkuvarnir eru minni eftir því sem þjónustustigið er lægra. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að þetta mætti vissulega endurskoða. „Eitt af því sem hefur verið til skoðunar í kortlagningu á aðstæðum er að hækka þjónustustigið. Fara úr þjónustuflokki þrjú á þessu svæði, frá Vík og austur að Jökulsárlóni, og hækka það í þjónustuflokk tvö.G. Pétur segir að Vegagerðin sé búin að vera að skoða vetrarþjónustuna með tilliti til ferðamanna undanfarnar vikur og að kortleggja það sem þarf að bæta. Hann segir jafnframt að málið strandi fyrst og fremst á fjármagni. „Auðvitað þyrfti að bæta vetrarþjónustuna. Við viljum það en það verður ekki gert nema til þess komi fjármagn,“ segir hann.Þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins í engu samræmi við aukningu á umferðSveitarstjórn Skaftárhrepps segir vegaþjónustu á svæðinu verulega ábótavant. Í fréttatilkynningu sem sveitarstjórn Skaftárhrepps sendi frá sér í dag er þjónusta á vegakerfi sveitarfélagsins gagnrýnd harðlega. Segir meðal annars að hún sé í engu samræmi við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur á umferð um vegina. Þá er skorað á yfirvöld að bregðast tafarlaust við vandanum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það þurfi að skoða þetta mál. „Fyrir tveimur árum var þjónustan aukin í Vík í Mýrdal. Síðan þá hefur umferðin vaxið mjög mikið, sérstaklega í Vík, og núna er ljóst að hún er að færast austar,“ segir Sigurður Ingi. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að stjórnvöld séu betri í að sjá fyrir hvert umferðin er að fara og hvar vöxturinn er. „Sannarlega þurfum við að skoða það hvort að við þurfum að auka vetrarþjónustuna lengra austur. Það er víða um land sem umferðin hefur vaxið mjög mikið yfir veturinn með ferðamennskunni og þetta er eitthvað sem þarf að skoða.“ Jafnframt vill hann skoða með hvaða hætti stjórnvöld geta komið til móts við aukna umferð og boðið upp á betri þjónustu. „Við þurfum að skoða þetta í heild sinni. Það eru þó nokkrir staðir á landinu þar sem umferðin hefur einfaldlega vaxið það mikið og við þurfum að skoða með hvaða hætti við getum komið til móts við það að hafa betri þjónustu,“ segir hann.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira