Haraldur hlaut varanlega sjónskerðingu eftir leik með leikjalaser Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 20:00 Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tíu ára gamall drengur hlaut varanlega sjónskerðingu á öðru auga eftir að hafa beint svokölluðum leikjalaser í augað á sér. Móðir drengsins biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að svona leikföng geti verið stórhættuleg. Þá vill strákurinn ekki að þetta komi fyrir nokkurn annan. Hinn tíu ára gamli Haraldur Breki Davíðsson var að leika sér með leikjalaser, leikfang sem sendir frá sér lasergreisla, heima hjá vini sínum á dögunum þegar hann tók upp á því að beina honum í augað á sér. „Svo þegar ég lokaði augunum byrjaði mig að svima. Þegar ég horfði lengi á eitthvað byrjaði ég að sjá blóm,“ segir Haraldur Breki. Við athugun hjá skólahjúkrunarfræðingi daginn eftir kom í ljós að sjónin á öðru auga hans var mjög lítil. „Svo fórum við með hann til augnlæknis og þá kom í ljós að þetta var skemmd á augnbotni. Þetta var mikil eyðilegging og gengur ekki til baka“, segir Hildur Árnadóttir, móðir Haraldar, en hann nú með 30 prósent sjón á hægra auga vegna skemmdarinnar og er hún komin til vegna þess að hann beindi lasernum í augað á sér. Hildur útskýrir að það hafi verið sláandi að sjá myndir af augum Haraldar. „Hægra augað. Það var bara eins og skot oní. Eins og eftir byssukúlu eða eitthvað,“ segir Hildur en í forvarnarskyni settu þau mæðgin færslu á Facebook þar sem þau lýsa aðstæðum og hefur sú hún vakið nokkra athygli. „Hún vildi vera góð fyrir önnur börn svo þau fái þetta ekki og svo byrjuðu margir að skrifa undir,“ segir Haraldur Breki. Hann segir að það sé ekki góð hugmynd að leika sér með leikjalaser. „Bara sleppa því svo að þeir lendi ekki í því sama og kom fyrir mig. Annars verður bara líf þeirra leiðinlegt. Ef þeir eru til dæmis ríkir foreldrar þeirra þá gætu þau rekist í eitthvað mjög dýrt,“ segir Haraldur Breki sem er greinilega búin að spá mikið í hlutunum. Hildur biður foreldra að ítreka fyrir börnum sínum að laser geti verið stórhættulegur. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hversu hættulegt þetta er,“ segir Hildur.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira