Drengur fær að taka afstöðu til lögheimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 12:38 Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa brotið á réttindum drengsins með að leita ekki afstöðu hans. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum. Dómsmál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum.
Dómsmál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira