Drengur fær að taka afstöðu til lögheimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 12:38 Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa brotið á réttindum drengsins með að leita ekki afstöðu hans. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum. Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum.
Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira