Hjón dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira