Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2017 19:30 Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012. Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012.
Alþingi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira