Segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 23:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00
Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda