Segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 23:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina skammta sér tuttugu milljónir í áróðursmál í nýju fjárlagfrumvarpi. Hann segir það með ólíkindum að til standi að auka framlög til forsætisráðuneytisins um fimmtíu prósent milli ára. „Það er meiri aukning en ég hef nokkurn tímann séð í nokkurt ráðuneyti og miklum mun meira en til stóð í september,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Aukningin liggur ekki hvað síst í 105 milljóna króna framlagi sem á að nýta til eftirlits með vinnu ráðherra ríkisstjórnarinnar og tryggja að þeir fylgi stefnu ríkisstjórnarinnar, það er Vinstri grænna. Í opanálag skammtar ríkisstjórnin sér tuttugu milljónir í áróðursmál.“Hvergi ráðist í úrbætur Hann segir það valda sér áhyggjum að ríkisstjórnin virðist alls staðar vera að setja pening í að viðhalda gölluðum kerfum. Hvergi sé ráðist í nauðsynlegar úrbætur. „Útgjaldaaukning frumvarpsins er náttúrulega gífurleg en það er eins og við var að búast hjá flokkum sem voru ekki sammála um neitt nema að skipta á milli sín stólum og útdeila peningunum sem urðu til á síðustu árum,“ segir Sigmundur. „Ekki veitir af fjármagni til dæmis í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almannatryggingar. En ef mikið fjármagn er sett í þessa málaflokka án þess að endurskoða um leið hvernig fjármagnið nýtist þýðir það einfaldlega að það verður enn erfiðara og enn dýrara að laga kerfið þegar loks verður ráðist í það.“ Í fjárlagafrumvarpinu segir að auka eigi útgjöld til heilbrigðismála upp á 21 milljarð og munu þau dreifast á heilsugæsluna, sjúkrastofnanir á landsbyggðina og Landspítalann. Þá hækka framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og háskóla um einn milljarð króna en heildarframlög til menntamála aukast um 5,5 milljarða. „Menn geta rétt ínyndað sér hver viðbrögð VG hefðu verið ef nýr forsætisráðherra Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks hefði tekið upp á því að auka framlög til eigin ráðuneytis, ekki hvað síst til að auka eigið vald,“ segir Sigmundur.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00 Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. 14. desember 2017 13:00
Vaxtabyrði ríkissjóðs enn mikil á næsta ári þrátt fyrir 50 milljarða lækkun skulda Fjármálaráðherra segir allt benda til að Íslendingar standi nú á toppi hagsveiflunnar og hagvöxtur verði minni á komandi árum en hann hafi verið. 14. desember 2017 20:15
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06