Um 40 prósenta aukning tilkynntra kynferðisbrota milli ára Hulda Hólmkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. desember 2017 20:04 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.” Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Um þrjú hundruð kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu í ár. Það er allt að fjörutíu prósenta aukning á milli ára. En yfirmaður kynferðisbrotadeildar telur fjölgunina stafa af mikilli umræðu í samfélaginu um brotin. 295 kynferðisbrot hafa verið skráð tilkynnt í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu ellefu mánuðum ársins og eru þar af 137 nauðganir. Í fyrra voru skráð kynferðisbrot 241 og 109 nauðganir. Árið 2015 voru tilkynningarnar 263 og 225 árið 2014. Tilkynntum kynferðisbrotum hefur því fjölgað um 21 prósent miðað við meðaltal fyrir sama tímabil síðustu þriggja ára á undan. Af þessum 295 tilkynningum eru bæði brot sem áttu sér stað á árinu og eldri brot sem tilkynnt eru einhverjum mánuðum eða árum síðar. Þá hafa 225 kynferðisbrot, sem eiga að hafa átt sér stað á árinu, verið tilkynnt í ár. Þar af eru 102 nauðganir.Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar.Vísir/Eyþór„Oft á tíðum helst fjölgun mála í takt við umræðu í samfélaginu og það virðist vera einhver fylgni á milli þess að því meiri sem umræðan er því fleiri mál fáum við til okkar,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fjölgað í tilkynningum um ný mál og eldri en meira þó í eldri. „Sjálfsagt er nú skýringin sú að með tilkomu bættrar ráðgjafar og meiri ráðgjafar þá hefur þessum málum fjölgað. Þar tel ég nú að Bjarkarhlíð eigi stærstan þátt,” segir Árni en Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem tók til starfa í byrjun árs. Af þeim 295 kynferðisbrotum sem skráð voru hjá lögreglu í ár hefur rannsókn verið hætt í 57 málanna. Árni segir að sönnunarstaðan sé oft erfið í eldri málum. „Því er mjög mikilvægt að þau séu tilkynnt mjög tímanlega og sem fyrst þannig að það sé hægt að afla annarra gagna eins og lífsýna og fleira.” Árni Þór útskýrir að tilkynningum hafi fjölgað mest á fyrstu níu mánuðum ársins. „Þá varð fjölgun um 41 prósent tilkynntra mála til okkar. Þau voru 171 í fyrra en 231 á þessu ári.“ Síðan þá hafi fjölgunin haldist nokkuð stöðug. „Við fögnum þessum viðbrögðum stjórnvalda að setja í þetta aukið fjármagn þannig það skili sér í fjölgun ransakara þannig að málsmeðferðartimi þessara mála verði góður og ásættanlegur.”
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira