Þingflokkur Samfylkingarinnar klofinn í afstöðu til jólarokks Ingvar Þór Björnsson skrifar 17. desember 2017 19:35 Lagið Santa Claus Goes Straight To The Ghetto með Snoop Dogg er ómissandi hluti af jólahaldinu hjá Loga Einarssyni. Vísir/Samsett „Þingflokkur Samfylkingarinnar er klofinn eftir aðeins 55 daga farsælt samstarf. Fyrir þann tíma er ég þakklátur,“ skrifar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni og slær á létta strengi. Klofningurinn er tónlistarlegs eðlis en Logi segir að Guðmundur Andri Thorsson hafi lýst því yfir að þrátt fyrir sextíu ára starf hafi rokkið ekki getið af sér lag sem fangar anda jólanna. „Því er ég ósammála. Rokkið gat af sér fjölda tónlistarmanna sem hafa vissulega haldið í ólíkar áttir en eru afsprengi þess og auðvitað annarra strauma líka,“ segir Logi. Logi nefnir jafnframt að jólin snúist lítið um bjöllur, skraut og „svona Rokkokkó dót“ í hans huga. Þau snúist meira um samkennd, samveru og frið. „Margir rokkarar og nágrannar þeirra hafa fært okkur ótal perlur sem fanga einmitt þetta og minna okkur á að það hafa ekki allir það jafn gott. Þær tendra a.m.k. minn jólaanda.“ Nefnir formaðurinn nokkur lög sem hann segir vera ómissandi hluta af jólahaldinu. Má þar nefna Santa Claus goes straight to the ghetto með Snoop Dogg og Christmas in prison með John Prine.Segir I‘ll be home for Christmas með Bob Dylan hljóma meira eins og hótun en loforðGuðmundur Andri segir að Jólarokk virki eiginlega einungis þegar um er að ræða mótmælendajólalög. „Svona eins og þegar Bob Dylan syngur I´ll be home for Christmas, svo að það hljómar meira eins og hótun en loforð,“ skrifar Guðmundur í athugasemd við færsluna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir flokkinn, segir að lagið Must Be santa með Bob Dylan sé ómissandi hluti af jólaundirbúningnum á hennar heimili. Þá nefnir Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður fyrir Pírata, að Don‘t let the bells end með The Darkness væri eitthvað sem Logi myndi „fíla.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Þingflokkur Samfylkingarinnar er klofinn eftir aðeins 55 daga farsælt samstarf. Fyrir þann tíma er ég þakklátur,“ skrifar Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni og slær á létta strengi. Klofningurinn er tónlistarlegs eðlis en Logi segir að Guðmundur Andri Thorsson hafi lýst því yfir að þrátt fyrir sextíu ára starf hafi rokkið ekki getið af sér lag sem fangar anda jólanna. „Því er ég ósammála. Rokkið gat af sér fjölda tónlistarmanna sem hafa vissulega haldið í ólíkar áttir en eru afsprengi þess og auðvitað annarra strauma líka,“ segir Logi. Logi nefnir jafnframt að jólin snúist lítið um bjöllur, skraut og „svona Rokkokkó dót“ í hans huga. Þau snúist meira um samkennd, samveru og frið. „Margir rokkarar og nágrannar þeirra hafa fært okkur ótal perlur sem fanga einmitt þetta og minna okkur á að það hafa ekki allir það jafn gott. Þær tendra a.m.k. minn jólaanda.“ Nefnir formaðurinn nokkur lög sem hann segir vera ómissandi hluta af jólahaldinu. Má þar nefna Santa Claus goes straight to the ghetto með Snoop Dogg og Christmas in prison með John Prine.Segir I‘ll be home for Christmas með Bob Dylan hljóma meira eins og hótun en loforðGuðmundur Andri segir að Jólarokk virki eiginlega einungis þegar um er að ræða mótmælendajólalög. „Svona eins og þegar Bob Dylan syngur I´ll be home for Christmas, svo að það hljómar meira eins og hótun en loforð,“ skrifar Guðmundur í athugasemd við færsluna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir flokkinn, segir að lagið Must Be santa með Bob Dylan sé ómissandi hluti af jólaundirbúningnum á hennar heimili. Þá nefnir Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi alþingismaður fyrir Pírata, að Don‘t let the bells end með The Darkness væri eitthvað sem Logi myndi „fíla.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira