„Fólk á ekki að hafa einhvern rétt til að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 17. desember 2017 21:21 Helgi Hrafn segir lagaákvæðið um hatursorðræðu stórhættulegt. Vísir/Stefán Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega þá þrjá dóma sem hæstiréttur felldi í sambandi við hatursorðræðu og tjáningarfrelsi þann 14. desember síðastliðinn. „Tjáningarfrelsið sjálft skiptir engu máli nema gagnvart því sem er óvinsælt og þykir heimskulegt og ógeðslegt. Það er akkúrat í þessum málum, sem við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið. Þessi lagagrein (233. gr. a) þarfnast verulega endurskoðunar, eins og reyndar fjölmargt annað í almennum hegningarlögum,“ segir Helgi. Hæstiréttur dæmdi tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð í síðustu viku vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar um samkynhneigð. Þriðji maðurinn var sýknaður. Helgi segir ekki ljóst hver munurinn er á ummælunum. „Getur einhver giskað á hvert þessara ummæla fékk sýknudóm? Ég gæti ekki giskað fyrirfram,“ segir þingmaðurinn. „Í fyrsta lagi virðist munurinn á sýknudómunum og sektardómunum í meginatriðum vera hversu móðgaðir dómararnir voru yfir ummælunum. Út frá lagaprinsippum sé ég lítinn sem engan eðlismun á þessum annars ógeðfelldu ummælum, sem ákært var fyrir, og sá litli munur er einungis til staðar út frá einhverjum máltæknilegum sjónarmiðum, og þá varla.“Sektardómarnir einkennast af gildismati dómarannaHelgi segir jafnframt að honum þyki sektardómarnir einkennast af gildismati dómaranna og að það valdi honum mestum áhyggjum. „Til dæmis þetta: „…umræðu, sem stóð yfir á þeim tíma um það mikilvæga og um leið umdeilda málefni…“ – Ég er persónulega alveg sammála því að málefnið hafi verið mikilvægt, og hef greinilega sama persónulega gildismat og þessir dómarar gagnvart kynfræðslu, en hvernig ratar það annars ágæta persónulega gildismat inn í lagatúlkun þegar málið varðar skoðana- og tjáningarfrelsið sjálft?“ spyr hann og nefnir að tjáningarfrelsið snúist ekki um hvort maður sé sammála því sem er sagt, né hvort manni finnist það boðlegt og geðslegt eða ekki. Segir hann að sú staðreynd að hæstiréttur komist ekki að sameiginlegri niðurstöðu og sé í þokkabót ósammála héraðsdómi Reykjavíkur í tveimur af þremur málum undirstriki að raunverulegur vafi sé á túlkun lagaákvæðisins sem borgarinn hafi enga kosti til að átta sig á fyrirfram. „Það eitt, hversu óskýrt ákvæðið er og hversu mikið persónulegt gildismat virðist hafa að segja um hvort menn séu sýknaðir eða sakfelldir, segir okkur að ákvæðið þarfnast gagngerrar endurskoðunar.“Fólk hafi ekki rétt til þess að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgaðHelgi Hrafn segir að þetta sýni hversu lélega vernd tjáningarfrelsið nýtur í stjórnarskránni. „Íslendingar eru með kolgeggjaða hugmynd um tjáningarfrelsi og virðast upp til hópa líta á það sem eitthvað góðfúslegt leyfi frekar en grundvallarrétt sem þarf að fylgja lýðræðinu, og ekki bara þegar hlutir eru sagðir sem manni finnst geðslegir eða gáfulegir.“ Þá segir hann að takmarkanir á tjáningarfrelsi séu vissulega lögmætar undir einhverjum kringumstæðum. „Slíkar skerðingar verða að afmarkast við tiltekinn rétt annarra, til dæmis réttinn til öryggis. Þannig er algjörlega réttmætt að hótanir um ofbeldi eða skemmdarverk séu bannaðar (t.d. ákalli um að brenna kirkjur/moskur/musteri eða þess háttar). Sömuleiðis er réttmætt að það sé bannað að dreifa persónugögnum um aðra, vegna þess að aðrir hafa rétt til friðhelgi einkalífs. En fólk á ekki að hafa einhvern rétt til þess að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað. Móðganir eru tilfinningaleg viðbrögð sem hver og einn hefur þó nokkuð mikla stjórn yfir og það er þess vegna sem þessi „lína“ tjáningarfrelsisins er svona óskýr,“ segir hann. Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega þá þrjá dóma sem hæstiréttur felldi í sambandi við hatursorðræðu og tjáningarfrelsi þann 14. desember síðastliðinn. „Tjáningarfrelsið sjálft skiptir engu máli nema gagnvart því sem er óvinsælt og þykir heimskulegt og ógeðslegt. Það er akkúrat í þessum málum, sem við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið. Þessi lagagrein (233. gr. a) þarfnast verulega endurskoðunar, eins og reyndar fjölmargt annað í almennum hegningarlögum,“ segir Helgi. Hæstiréttur dæmdi tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð í síðustu viku vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar um samkynhneigð. Þriðji maðurinn var sýknaður. Helgi segir ekki ljóst hver munurinn er á ummælunum. „Getur einhver giskað á hvert þessara ummæla fékk sýknudóm? Ég gæti ekki giskað fyrirfram,“ segir þingmaðurinn. „Í fyrsta lagi virðist munurinn á sýknudómunum og sektardómunum í meginatriðum vera hversu móðgaðir dómararnir voru yfir ummælunum. Út frá lagaprinsippum sé ég lítinn sem engan eðlismun á þessum annars ógeðfelldu ummælum, sem ákært var fyrir, og sá litli munur er einungis til staðar út frá einhverjum máltæknilegum sjónarmiðum, og þá varla.“Sektardómarnir einkennast af gildismati dómarannaHelgi segir jafnframt að honum þyki sektardómarnir einkennast af gildismati dómaranna og að það valdi honum mestum áhyggjum. „Til dæmis þetta: „…umræðu, sem stóð yfir á þeim tíma um það mikilvæga og um leið umdeilda málefni…“ – Ég er persónulega alveg sammála því að málefnið hafi verið mikilvægt, og hef greinilega sama persónulega gildismat og þessir dómarar gagnvart kynfræðslu, en hvernig ratar það annars ágæta persónulega gildismat inn í lagatúlkun þegar málið varðar skoðana- og tjáningarfrelsið sjálft?“ spyr hann og nefnir að tjáningarfrelsið snúist ekki um hvort maður sé sammála því sem er sagt, né hvort manni finnist það boðlegt og geðslegt eða ekki. Segir hann að sú staðreynd að hæstiréttur komist ekki að sameiginlegri niðurstöðu og sé í þokkabót ósammála héraðsdómi Reykjavíkur í tveimur af þremur málum undirstriki að raunverulegur vafi sé á túlkun lagaákvæðisins sem borgarinn hafi enga kosti til að átta sig á fyrirfram. „Það eitt, hversu óskýrt ákvæðið er og hversu mikið persónulegt gildismat virðist hafa að segja um hvort menn séu sýknaðir eða sakfelldir, segir okkur að ákvæðið þarfnast gagngerrar endurskoðunar.“Fólk hafi ekki rétt til þess að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgaðHelgi Hrafn segir að þetta sýni hversu lélega vernd tjáningarfrelsið nýtur í stjórnarskránni. „Íslendingar eru með kolgeggjaða hugmynd um tjáningarfrelsi og virðast upp til hópa líta á það sem eitthvað góðfúslegt leyfi frekar en grundvallarrétt sem þarf að fylgja lýðræðinu, og ekki bara þegar hlutir eru sagðir sem manni finnst geðslegir eða gáfulegir.“ Þá segir hann að takmarkanir á tjáningarfrelsi séu vissulega lögmætar undir einhverjum kringumstæðum. „Slíkar skerðingar verða að afmarkast við tiltekinn rétt annarra, til dæmis réttinn til öryggis. Þannig er algjörlega réttmætt að hótanir um ofbeldi eða skemmdarverk séu bannaðar (t.d. ákalli um að brenna kirkjur/moskur/musteri eða þess háttar). Sömuleiðis er réttmætt að það sé bannað að dreifa persónugögnum um aðra, vegna þess að aðrir hafa rétt til friðhelgi einkalífs. En fólk á ekki að hafa einhvern rétt til þess að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað. Móðganir eru tilfinningaleg viðbrögð sem hver og einn hefur þó nokkuð mikla stjórn yfir og það er þess vegna sem þessi „lína“ tjáningarfrelsisins er svona óskýr,“ segir hann.
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent