Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. desember 2017 04:00 Þúsundir farþega voru strandaglópar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. vísir/eyþór Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að verkfallsbrot hafi verið framin í gærmorgun, þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst. Þetta herma heimildir frá nokkrum stéttum sem starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meint verkfallsbrot, sem verða rannsökuð, beinast ekki að liðsmönnum Flugvirkjafélags Íslands. Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt, án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram.Sjá einnig: Icelandair hafnaði tillögu sáttasemjara Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair hófst í gærmorgun klukkan 06.00. Verkfallið setti flug félagsins úr skorðum og varð gífurleg seinkun á fyrirhuguðum brottfarartímum auk þess sem tugum flugferða var aflýst. „Þetta var náttúrulega erfiður dagur og mikil röskun á flugi eins og allir hafa áttað sig á. Það fór allur dagurinn í það að reyna að leita lausna fyrir þá farþega sem lentu í þessu. Það hefur gengið ágætlega og búið er að leysa úr málum langflestra,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Þeir sem voru strandaglópar í dag ættu að komast áleiðis í síðasta lagi í fyrramálið.“ Mikil röð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í gær og voru dæmi um að sumir farþegar hefðu beðið í tíu klukkustundir eftir því að koma málum sínum í réttan farveg. Guðjón segir að langflestir hafi notið aðstoðar í gegnum símaver og samfélagsmiðla. „Heilt yfir gekk þetta ágætlega en þetta tekur mikinn tíma. Hver og einn þarf sína lausn og þá fylgir það óhjákvæmilega að fólki finnst skorta á upplýsingar og þetta taki og langan tíma,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. 17. desember 2017 16:29
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57