Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2017 08:56 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“ Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“
Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21