Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2017 08:56 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“ Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði um laun biskups á sunnudaginn. Umtalsverð hækkun á launum mun hafa verið ákveðin til handa biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur, um er að ræða afturvirkni, en fyrir því eru fordæmi og öðrum kirkjunnar mönnum. Kjararáð hefur ekki enn birt úrskurðinn á síðu sinni. Nokkuð er langt um liðið síðan ráðið úrskurðaði sérstaklega um laun biskups. Síðasti úrskurðurinn þess efnis er frá árinu 2007 en þá segir að biskup skuli vera í launaflokki 135, sem þýðir 926 þúsund krónur. Auk þess er kveðið á um að biskupi skuli greiða 34 einingar fyrir alla yfirvinnu. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar 2016 var Agnes með 1,139 milljónir króna á mánuði. Vísir hefur reynt að komast yfir téðan úrskurð en án árangurs. Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun stendur til að birta úrskurðinn í vikunni, áður en jólahátíðin hefst. Víst er að ákvörðunin er ekki vel auglýst. Samkvæmt upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins hefur erindið ekki enn borist til afgreiðslu frá kjararáði. Vísir ræddi við biskupsritara, Þorvald Víðisson, sem sagðist ekki vera alveg inni í málinu og hann þyrfti að kynna sér þetta nánar. En, „ég vissi að þetta var yfirvofandi,“ segir Þorvaldur; reyndar fyrir nokkrum vikum, mánuðum – jafnvel árum. Biskupsritari vísar þar óbeint til þess að langt er um liðið síðan úrskurðað var um laun biskups. En, vert er að geta þess að kjararáð úrskurðar reglulega um svokallaða almenna hækkun sem á þá við um allan pakkann. Í fyrra var til að mynda ákveðin launahækkun sem nemur 7,15 prósentum. Í frétt DV frá árinu 2000 kemur fram að Prestafélag Íslands telji laun biskups óeðlilega „lág miðað við stöðu hans meðal embættismanna þjóðarinnar og miðað við vægi embættis hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, formanni Kjararáðs, til að fá nánari upplýsingar um hvað felst í úrskurðinum. Svanhildur Kaaber á sæti í kjararáði auk Huldu Árnadóttur. Svanhildur svaraði eftir að síminn hafði hringt nokkrum sinnum út og sagði: „Ég hefði ekki svarað ef ég hefði vitað að þú værir blaðamaður. Talaðu bara við hann Jónas. Bless. Bless. Bless.“
Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets, skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. 24. maí 2017 08:21