Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:28 Verslunareigandi efst á Skólavörðustíg er hæstánægður með göngugöturnar. VÍSIR/ANTON BRINK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira