Koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 07:46 Hafísþekjan á norðurskautinu hefur verið að skreppa saman vegna hnattrænnar hlýnunar. Þar gæti möguleikinn á fiskveiðum opnast í framtíðinni. Vísir/EPA Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24