Átakanleg brottvísun flóttamannafjölskyldu: „Hún bara emjaði allan tímann“ Kristín Ólafsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 2. desember 2017 21:30 Leo litla var vísað úr landi í vikunni ásamt móður sinni og föður. Sema erla serdar Farþegi í flugi til Frankfurt í Þýskalandi segir að átakanlegt hafi verið að sitja undir sorg flóttamannafjölskyldu sem vísað var úr landi með fluginu. Móðirin, sem er barnshafandi, og ungur sonur hennar hafi grátið hástöfum allt frá því að flugvélin tókst á loft og þá hafi hjónin ekki fengið að sitja saman í flugvélinni. Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gömlum son þeirra, Leo, var vísað úr landi með flugi til Frankfurt þann 30. nóvember síðastliðinn. Í samtali við Vísi sagði Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, að lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar á miðvikudag. Þar hafi þeim verið tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.Fengu ekki að sitja samanÍris Sveinsdóttir fararstjóri hjá Bændaferðum var farþegi í flugi Icelandair til Frankfurt á fimmtudag. Í samtali við Vísi segir hún að fjölskyldan hafi verið í mikilli geðshræringu og að þungbært hafi verið að fylgjast með því hvernig ástatt var fyrir þeim. „Konan grét alveg ofboðslega. Hún bara emjaði allan tímann, og var í ofboðslegri geðshræringu þegar hún fór inn í vélina. Mér er svo sagt að hún hafi verið sett í handjárn. Þau sátu bæði í miðjusæti og alltaf einhverjir tveir í kringum þau, og sennilega barnið með henni, og barnið náttúrulega grét líka alveg rosalega. Mér skildist á flugfreyjunum að það hefðu verið fimm lögreglumenn með þeim.“Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris.Vísir/EyþórMálið hafði ekki komið á borð lögreglunnar í Keflavík að því er fram kom í samtali Vísi við varðstjóra í kvöld. Þá náðist ekki í lögreglustjórann á Suðurnesjum við vinnslu þessarar fréttar.Barnshafandi með óútskýrðar blæðingarSobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema Erla sagði í samtali við Vísi í vikunni að þau hafi orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallnar því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og sóttu fyrst um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Nú sé því hætta á að fjölskyldan verði send beint til Írans eða Íraks þar sem þau óttast mjög um líf sitt. Þá sagði Sema Erla stöðuna enn fremur mjög alvarlega vegna þess að konan, Sobo Anwar, er barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. Þá skildist Semu Erlu að heilbrigðisstarfsmaður hafi fylgt fjölskyldunni úr landi, ástandið hafi verið talið það alvarlegt.„Ég bara skil þetta ekki“Íris segir einnig að eftir átakanlega flugferð hafa verið erfitt að stíga út úr flugvélinni við lendingu í Frankfurt. „Fólkið var sjokkerað þegar það kom út,“ segir Íris í samtali við Vísi. „Þar stóð lögreglumaður með hríðskotabyssu og ég reyndi að útskýra fyrir þeim að það væri eðlilegt, það eru allir lögreglumenn á flugvellinum í Frankfurt með hríðskotabyssu. Þetta var ofboðslega sorglegt,“ segir Íris. „Ég var með kökk í hálsinum allan tímann. Ég er svo ofboðslega stolt af því að vera Íslendingur en mér fannst þetta svo ofboðslega sárt. Ég bara skil þetta ekki.“ Tengdar fréttir „Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Farþegi í flugi til Frankfurt í Þýskalandi segir að átakanlegt hafi verið að sitja undir sorg flóttamannafjölskyldu sem vísað var úr landi með fluginu. Móðirin, sem er barnshafandi, og ungur sonur hennar hafi grátið hástöfum allt frá því að flugvélin tókst á loft og þá hafi hjónin ekki fengið að sitja saman í flugvélinni. Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gömlum son þeirra, Leo, var vísað úr landi með flugi til Frankfurt þann 30. nóvember síðastliðinn. Í samtali við Vísi sagði Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, að lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar á miðvikudag. Þar hafi þeim verið tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.Fengu ekki að sitja samanÍris Sveinsdóttir fararstjóri hjá Bændaferðum var farþegi í flugi Icelandair til Frankfurt á fimmtudag. Í samtali við Vísi segir hún að fjölskyldan hafi verið í mikilli geðshræringu og að þungbært hafi verið að fylgjast með því hvernig ástatt var fyrir þeim. „Konan grét alveg ofboðslega. Hún bara emjaði allan tímann, og var í ofboðslegri geðshræringu þegar hún fór inn í vélina. Mér er svo sagt að hún hafi verið sett í handjárn. Þau sátu bæði í miðjusæti og alltaf einhverjir tveir í kringum þau, og sennilega barnið með henni, og barnið náttúrulega grét líka alveg rosalega. Mér skildist á flugfreyjunum að það hefðu verið fimm lögreglumenn með þeim.“Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris.Vísir/EyþórMálið hafði ekki komið á borð lögreglunnar í Keflavík að því er fram kom í samtali Vísi við varðstjóra í kvöld. Þá náðist ekki í lögreglustjórann á Suðurnesjum við vinnslu þessarar fréttar.Barnshafandi með óútskýrðar blæðingarSobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema Erla sagði í samtali við Vísi í vikunni að þau hafi orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallnar því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og sóttu fyrst um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Nú sé því hætta á að fjölskyldan verði send beint til Írans eða Íraks þar sem þau óttast mjög um líf sitt. Þá sagði Sema Erla stöðuna enn fremur mjög alvarlega vegna þess að konan, Sobo Anwar, er barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. Þá skildist Semu Erlu að heilbrigðisstarfsmaður hafi fylgt fjölskyldunni úr landi, ástandið hafi verið talið það alvarlegt.„Ég bara skil þetta ekki“Íris segir einnig að eftir átakanlega flugferð hafa verið erfitt að stíga út úr flugvélinni við lendingu í Frankfurt. „Fólkið var sjokkerað þegar það kom út,“ segir Íris í samtali við Vísi. „Þar stóð lögreglumaður með hríðskotabyssu og ég reyndi að útskýra fyrir þeim að það væri eðlilegt, það eru allir lögreglumenn á flugvellinum í Frankfurt með hríðskotabyssu. Þetta var ofboðslega sorglegt,“ segir Íris. „Ég var með kökk í hálsinum allan tímann. Ég er svo ofboðslega stolt af því að vera Íslendingur en mér fannst þetta svo ofboðslega sárt. Ég bara skil þetta ekki.“
Tengdar fréttir „Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
„Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48