Átakanleg brottvísun flóttamannafjölskyldu: „Hún bara emjaði allan tímann“ Kristín Ólafsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 2. desember 2017 21:30 Leo litla var vísað úr landi í vikunni ásamt móður sinni og föður. Sema erla serdar Farþegi í flugi til Frankfurt í Þýskalandi segir að átakanlegt hafi verið að sitja undir sorg flóttamannafjölskyldu sem vísað var úr landi með fluginu. Móðirin, sem er barnshafandi, og ungur sonur hennar hafi grátið hástöfum allt frá því að flugvélin tókst á loft og þá hafi hjónin ekki fengið að sitja saman í flugvélinni. Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gömlum son þeirra, Leo, var vísað úr landi með flugi til Frankfurt þann 30. nóvember síðastliðinn. Í samtali við Vísi sagði Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, að lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar á miðvikudag. Þar hafi þeim verið tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.Fengu ekki að sitja samanÍris Sveinsdóttir fararstjóri hjá Bændaferðum var farþegi í flugi Icelandair til Frankfurt á fimmtudag. Í samtali við Vísi segir hún að fjölskyldan hafi verið í mikilli geðshræringu og að þungbært hafi verið að fylgjast með því hvernig ástatt var fyrir þeim. „Konan grét alveg ofboðslega. Hún bara emjaði allan tímann, og var í ofboðslegri geðshræringu þegar hún fór inn í vélina. Mér er svo sagt að hún hafi verið sett í handjárn. Þau sátu bæði í miðjusæti og alltaf einhverjir tveir í kringum þau, og sennilega barnið með henni, og barnið náttúrulega grét líka alveg rosalega. Mér skildist á flugfreyjunum að það hefðu verið fimm lögreglumenn með þeim.“Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris.Vísir/EyþórMálið hafði ekki komið á borð lögreglunnar í Keflavík að því er fram kom í samtali Vísi við varðstjóra í kvöld. Þá náðist ekki í lögreglustjórann á Suðurnesjum við vinnslu þessarar fréttar.Barnshafandi með óútskýrðar blæðingarSobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema Erla sagði í samtali við Vísi í vikunni að þau hafi orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallnar því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og sóttu fyrst um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Nú sé því hætta á að fjölskyldan verði send beint til Írans eða Íraks þar sem þau óttast mjög um líf sitt. Þá sagði Sema Erla stöðuna enn fremur mjög alvarlega vegna þess að konan, Sobo Anwar, er barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. Þá skildist Semu Erlu að heilbrigðisstarfsmaður hafi fylgt fjölskyldunni úr landi, ástandið hafi verið talið það alvarlegt.„Ég bara skil þetta ekki“Íris segir einnig að eftir átakanlega flugferð hafa verið erfitt að stíga út úr flugvélinni við lendingu í Frankfurt. „Fólkið var sjokkerað þegar það kom út,“ segir Íris í samtali við Vísi. „Þar stóð lögreglumaður með hríðskotabyssu og ég reyndi að útskýra fyrir þeim að það væri eðlilegt, það eru allir lögreglumenn á flugvellinum í Frankfurt með hríðskotabyssu. Þetta var ofboðslega sorglegt,“ segir Íris. „Ég var með kökk í hálsinum allan tímann. Ég er svo ofboðslega stolt af því að vera Íslendingur en mér fannst þetta svo ofboðslega sárt. Ég bara skil þetta ekki.“ Tengdar fréttir „Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Farþegi í flugi til Frankfurt í Þýskalandi segir að átakanlegt hafi verið að sitja undir sorg flóttamannafjölskyldu sem vísað var úr landi með fluginu. Móðirin, sem er barnshafandi, og ungur sonur hennar hafi grátið hástöfum allt frá því að flugvélin tókst á loft og þá hafi hjónin ekki fengið að sitja saman í flugvélinni. Nasr Mohammed Rahim, eiginkonu hans Sobo Anwar Hasan og eins og hálfs árs gömlum son þeirra, Leo, var vísað úr landi með flugi til Frankfurt þann 30. nóvember síðastliðinn. Í samtali við Vísi sagði Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, að lögreglan hefði komið á heimili fjölskyldunnar á miðvikudag. Þar hafi þeim verið tilkynnt að þeim yrði vísað úr landi. Þeim hafi verið skipað að pakka niður og fjarlægði lögreglan fjölskylduna síðan af heimilinu.Fengu ekki að sitja samanÍris Sveinsdóttir fararstjóri hjá Bændaferðum var farþegi í flugi Icelandair til Frankfurt á fimmtudag. Í samtali við Vísi segir hún að fjölskyldan hafi verið í mikilli geðshræringu og að þungbært hafi verið að fylgjast með því hvernig ástatt var fyrir þeim. „Konan grét alveg ofboðslega. Hún bara emjaði allan tímann, og var í ofboðslegri geðshræringu þegar hún fór inn í vélina. Mér er svo sagt að hún hafi verið sett í handjárn. Þau sátu bæði í miðjusæti og alltaf einhverjir tveir í kringum þau, og sennilega barnið með henni, og barnið náttúrulega grét líka alveg rosalega. Mér skildist á flugfreyjunum að það hefðu verið fimm lögreglumenn með þeim.“Sema Erla Serdar er stofnandi samtakanna Solaris.Vísir/EyþórMálið hafði ekki komið á borð lögreglunnar í Keflavík að því er fram kom í samtali Vísi við varðstjóra í kvöld. Þá náðist ekki í lögreglustjórann á Suðurnesjum við vinnslu þessarar fréttar.Barnshafandi með óútskýrðar blæðingarSobo Anwar Hasan er 24 ára gömul og frá Íran en Nasr Mohammed Rahim er 26 ára og frá Írak. Sema Erla sagði í samtali við Vísi í vikunni að þau hafi orðið ástfangin og ákveðið að ganga í hjónaband þrátt fyrir að fjölskyldur þeirra hafi verið mótfallnar því. Þau flúðu til Íraks þar sem hryðjuverkamenn reyndu að fá Nasr til liðs við sig. Þau tóku því þá ákvörðun að flýja til Evrópu og sóttu fyrst um hæli í Þýskalandi þar sem þau fengu neitun. Nú sé því hætta á að fjölskyldan verði send beint til Írans eða Íraks þar sem þau óttast mjög um líf sitt. Þá sagði Sema Erla stöðuna enn fremur mjög alvarlega vegna þess að konan, Sobo Anwar, er barnshafandi og með óútskýrðar blæðingar og verki. Þá skildist Semu Erlu að heilbrigðisstarfsmaður hafi fylgt fjölskyldunni úr landi, ástandið hafi verið talið það alvarlegt.„Ég bara skil þetta ekki“Íris segir einnig að eftir átakanlega flugferð hafa verið erfitt að stíga út úr flugvélinni við lendingu í Frankfurt. „Fólkið var sjokkerað þegar það kom út,“ segir Íris í samtali við Vísi. „Þar stóð lögreglumaður með hríðskotabyssu og ég reyndi að útskýra fyrir þeim að það væri eðlilegt, það eru allir lögreglumenn á flugvellinum í Frankfurt með hríðskotabyssu. Þetta var ofboðslega sorglegt,“ segir Íris. „Ég var með kökk í hálsinum allan tímann. Ég er svo ofboðslega stolt af því að vera Íslendingur en mér fannst þetta svo ofboðslega sárt. Ég bara skil þetta ekki.“
Tengdar fréttir „Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
„Þetta er svo grimmt“ Sema segir lögreglu hafa fjarlægt fjölskyldu af heimili sínu með skömmum fyrirvara fyrr í dag sem á að vísa úr landi á morgun. 29. nóvember 2017 21:48