Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2016 14:01 Svona sjá arkitektarnir fyrir sér Gufunesið. Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + Felixx Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela. Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gufunessvæðisins gerir ráð fyrir að svæðið verði einskonar „fríríki frumkvöðla.“ Arkitektastofan jvantspijker + Felixx hreppti fyrstu verðlaun og í tillögu stofunnar segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.Tillöguhöfundar telja að Gufunes geti orðið einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist, og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild en meðal annars er gert ráð fyrir ferjusamgöngum á milli Gufuness og miðborgarinnar. Skoða má vinningstillöguna nánar hér og hér.Svona sjá verðlaunahöfundar fyrir sér Gufunesið.Mynd/Arkitektastofan jvantspijker + FelixxAlls bárust sex tillögur í hugmyndasamkeppninni og ákvað dómnefnd að veita tveimur öðrum tillögum sérstaka viðurkenningu. Hornsteinar arkitektar fengu viðurkenningu fyrir frábæra landslagshönnun og hönnun útivistarsvæða, ásamt Plús arkitektum og Landslagi sem fengu viðurkenningu fyrir sterka framtíðarsýn á frekari uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Báðar tillögurnar voru álitnar hafa þætti sem gætu styrkt vinningstillöguna við frekari úrvinnslu. Allir þátttakendur í samkeppninni fá greitt fyrir tillögur sínar 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Verðlaunatillagan fær að auki eina milljón króna auk virðisaukaskatts. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nýta hverja tillögu að hluta eða í heild. Áframhaldandi skipulagsvinna á svæðinu er ekki bundin við þátttakendur né verðlaunahafa eingöngu. Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslensku gámaþjónustuna um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela.
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00 Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Reykjavíkurborg kaupir Geldinganes, Gufunes og Eiðsvík Skrifað var undir samninga í dag um kaupin í dag. 17. júlí 2015 17:47
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Samkeppni um Gufunessvæði „Skipulag svæðisins hefur lengi verið órætt og miklar umræður hafa verið um framtíðarþróun þess,“ segir í tilkynningu frá borginni. 22. mars 2016 07:00
Kaupa Gufunes og risastóra lóð Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg kaupi Gufunes og 70 hektara lands á Geldinganesi af Faxaflóahöfnum. 14. febrúar 2015 13:00