Innlent

Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun.
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA

Annar tveggja manna sem var stunginn á Austurvelli snemma í morgun er í lífshættu. Hinn maðurinn var stunginn nokkrum sinnum en er ekki í lífshættu.

Hinir slösuðu eru frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri að sögn Gríms Grímssonar, sem fer með rannsókn málsins.

Rannsóknin er á frumstigi, verið er að safna gögnum og til stendur að yfirheyra hinn grunaða í málinu í dag. 

Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið mennina var handtekinn í Garðabæ í morgun. 

Hinir særðu hlutu áverka á fótum, baki og kviði og voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.