Innlent

Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun.
Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA
Annar tveggja manna sem var stunginn á Austurvelli snemma í morgun er í lífshættu. Hinn maðurinn var stunginn nokkrum sinnum en er ekki í lífshættu.Hinir slösuðu eru frá Albaníu en sá sem á að hafa beitt eggvopninu er Íslendingur. Mennirnir eru allir á þrítugsaldri að sögn Gríms Grímssonar, sem fer með rannsókn málsins.Rannsóknin er á frumstigi, verið er að safna gögnum og til stendur að yfirheyra hinn grunaða í málinu í dag. Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið mennina var handtekinn í Garðabæ í morgun. Hinir særðu hlutu áverka á fótum, baki og kviði og voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.