Íslenska tónlistarkonan Björk birti í dag nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Utopia. Lagið er af samnefndri plötu Bjarkar sem kom út í nóvember síðastliðnum.
Um er að ræða níundu plötu Bjarkar. Tónlistina á plötunni vann Björk með venasúelska tónlistarmanninum Arca en hann vann einnig með henni að gerð seinustu plötu hennar, Vulnicura.