29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2017 20:45 Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“ Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira