29 óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2017 20:45 Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Tuttugu og níu óskilorðsbundnir fangelsisdómar hafa fyrnst í ár vegna þess að ekki er pláss í fangelsum. „Út í hött,“ segir fangelsismálastjóri sem vill að brugðist sé við en að baki dómunum eru umferðarlagarbrot, fíkniefnabrot, auðgunarbrot og ofbeldisbrot. Biðlistar eftir því að hefja afplánun í fangelsi hafa lengst mikið undanfarin ár en eins og staðan er í dag bíða um 580 manns eftir því að hefja afplánun. Þetta leiðir til þess að dómar fyrnast án þess að dómþolar þurfi að sitja þá af sér. Í ár hafa 29 dómar fyrnst. Í fyrra voru þeir 34, 31 árið 2015 og 33 árið 2014. Fyrningartími dóma er mislangur eftir því hversu löng refsingin er. Refsingar að baki þeim 29 dómum sem fyrndust í ár eru mislangar en það er einungis um að ræða óskilorðsbundna dóma. Að baki tveimur þeirra er refsing undir mánuði, í þrettán er refsing einn mánuðir, í þremur er refsing tveir mánuðir, í sjö þeirra er refsing 3 til 6 mánuðir, í þremur 7-10 mánuðir og í einum þeirra er 6 ára fangelsisrefsing en dómþoli í því máli fór af landi brott og fannst ekki. Að baki þessum refsingum eru nítján umferðarlagabrot, fimm fíkniefnabrot, þrjú auðgunarbrot og tvö ofbeldisbrot. „Það er auðvitað bara slæmt mál fyrir réttarríkið í heild sinni. Það er grundvallaratriði að refsingar séu fullnustaðar í beinu framhaldi að því að þær eru dæmdar en það höfum við ekki getað. Þetta er vandamál sem er búið að vaxa síðustu tólf, fjórtán árin“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Hann segir að verið sé að bregðast við. „Annars vegar höfum við verið að fjölga fangarýmum, við höfum fjölgað þeim töluvert á síðustu árum með opnun Hólmsheiðarfangelsis. Hitt sem er ekki síður mikilvægara er að við höfum verið að taka upp önnur fullnustuúrræði.“ Hefur það til dæmis verið gert með rafrænu eftirliti og rýmkun á samfélagsþjónustu. Páll segir að fyrst og fremst sé það fjármagn sem skorti. „Nú þurfum við bara að reka smiðshöggið á þetta með því að koma nýja fangelsinu í fullan rekstur en til þess þurfum við fleira starfsfólk. „ Í dag afpláni til að mynda 30 fangar á Hólmsheiði en ekki 56 eins og pláss er fyrir. Páll er mjög gagnrýnin á stöðuna. „Það er auðvitað út í hött og það má ekki vera svoleiðis. Það þarf að bregðast við því og menn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir velta fyrir sér að þyngja refsingar í einhverjum málaflokkum, hvort sem það er umferðarlagabrot eða annað. Það verður að hugsa þetta alla leið, það er ekki nóg að setja pening í lögregluna, að verður líka að setja pening í afurðina sem kemur út úr bættri vinnu og aukinni vinnu lögreglu.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira