Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Rósu Björk Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 19:30 Rósa á að baki fjölbreyttan feril. Vísir / Skjáskot af timarit.is Stjórnmálakonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur verið mikið í deiglunni eftir að hún tilkynnti að hún styddi ekki málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar. Lífið fór því á stúfana og kynnti sér Rósu Björk til hlítar, og komst að ýmsu sem eflaust margir vissu ekki um þessa hæfileikaríku og skeleggu konu. Þau fermdust saman.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Fermdist með fréttamanni Rósa Björk Brynjólfsdóttir fæddist árið 1975 og fermdist í Hjallasókn sunnudaginn 23. apríl árið 1989. Meðal þeirra sem fermdust með Rósu var fréttamaðurinn Gunnar Reynir Valþórsson, sem hefur vakið athygli fyrir fagmannlegan fréttaflutning í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sigursælir Blikar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Íslandsmeistari í fótbolta Rósa var liðtæk í boltanum á sínum yngri árum, en mikið af okkar hæfileikaríkasta fólki hefur einmitt fengið útrás fyrir keppnisskapið í ýmsum hópíþróttum. Rósa náði góðum árangri í knattspyrnu og varð til dæmis Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna með Kópavogsliðinu Breiðabliki árið 1992. Á förnum vegi.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Ofurtolla, já takk! Í liðnum Fimm á förnum vegi í Alþýðublaðinu í apríl árið 1995 voru fimm einstaklingar spurðir hvort þeir studdu ofurtolla á influttar landbúnaðarvörur. Ekki stóð á svörunum hjá Rósu og sagði hún einfaldlega: „ Já, ég styð þá. Ég tel það nauðsynlegt til að vernda íslenska landbúnað.“ Ekki hægt að segja annað við svona athöfn en: Merci!Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Je m’appelle Rósa Rósa náði sér í DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal árið 1996, ári eftir að hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún ku vera ansi sleip í frönskunni og sýndi góða takta í samkeppni um bestu viðskiptafrönskuna árið 1999. Rósa náði þó ekki að bera sigur úr býtum, en hlaut viðurkenningu og bókaverðlaun sem afhent voru á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Í yfirheyrslu í Morgunblaðinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Dreymdi um að vera bóndi í eyðifirði VG-liðinn hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum, bæði hér heima og erlendis. Hún vann við dagskrárgerð á RÚV, Rás 2, NFS og Stöð 2 svo fátt eitt sé nefnt og var fréttaritstjóri hjá sjónvarpsstöðinni France 24. Þá sinnti hún einnig starfi fréttaritstjóra og fréttaritara á Íslandi fyrir Al Jazeera, TF1, BBC og fleiri erlendar fréttastöðvar áður en hún dembdi sér í stjórnmálin af fullum krafti. Árið 2002 stjórnaði hún þættinum Hvernig sem viðrar ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni, betur þekktur sem Villi naglbítur, þar sem þau tvö ferðuðust um landið vítt og breitt. Rósa stóð sig með stakri prýði í þáttunum enda með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og gönguleiðsagnapróf. Þá vann hún í nokkur ár sem leiðsögumaður á hálendi Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið sama ár, í tengslum við þættina, sagðist Rósa helst vilja vera bóndi í eyðifirði ef hún væri ekki þáttarstjórnandi. Það er spurning hvort sá draumur rætist nú í ljósi nýjustu fregna úr herbúðum VG. Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00 Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Stjórnmálakonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur verið mikið í deiglunni eftir að hún tilkynnti að hún styddi ekki málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar. Lífið fór því á stúfana og kynnti sér Rósu Björk til hlítar, og komst að ýmsu sem eflaust margir vissu ekki um þessa hæfileikaríku og skeleggu konu. Þau fermdust saman.Vísir / Skjáskot af timarit.is 1. Fermdist með fréttamanni Rósa Björk Brynjólfsdóttir fæddist árið 1975 og fermdist í Hjallasókn sunnudaginn 23. apríl árið 1989. Meðal þeirra sem fermdust með Rósu var fréttamaðurinn Gunnar Reynir Valþórsson, sem hefur vakið athygli fyrir fagmannlegan fréttaflutning í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sigursælir Blikar.Vísir / Skjáskot af timarit.is 2. Íslandsmeistari í fótbolta Rósa var liðtæk í boltanum á sínum yngri árum, en mikið af okkar hæfileikaríkasta fólki hefur einmitt fengið útrás fyrir keppnisskapið í ýmsum hópíþróttum. Rósa náði góðum árangri í knattspyrnu og varð til dæmis Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna með Kópavogsliðinu Breiðabliki árið 1992. Á förnum vegi.Vísir / Skjáskot af timarit.is 3. Ofurtolla, já takk! Í liðnum Fimm á förnum vegi í Alþýðublaðinu í apríl árið 1995 voru fimm einstaklingar spurðir hvort þeir studdu ofurtolla á influttar landbúnaðarvörur. Ekki stóð á svörunum hjá Rósu og sagði hún einfaldlega: „ Já, ég styð þá. Ég tel það nauðsynlegt til að vernda íslenska landbúnað.“ Ekki hægt að segja annað við svona athöfn en: Merci!Vísir / Skjáskot af timarit.is 4. Je m’appelle Rósa Rósa náði sér í DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal árið 1996, ári eftir að hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún ku vera ansi sleip í frönskunni og sýndi góða takta í samkeppni um bestu viðskiptafrönskuna árið 1999. Rósa náði þó ekki að bera sigur úr býtum, en hlaut viðurkenningu og bókaverðlaun sem afhent voru á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Í yfirheyrslu í Morgunblaðinu.Vísir / Skjáskot af timarit.is 5. Dreymdi um að vera bóndi í eyðifirði VG-liðinn hefur komið víða við í fjölmiðlaheiminum, bæði hér heima og erlendis. Hún vann við dagskrárgerð á RÚV, Rás 2, NFS og Stöð 2 svo fátt eitt sé nefnt og var fréttaritstjóri hjá sjónvarpsstöðinni France 24. Þá sinnti hún einnig starfi fréttaritstjóra og fréttaritara á Íslandi fyrir Al Jazeera, TF1, BBC og fleiri erlendar fréttastöðvar áður en hún dembdi sér í stjórnmálin af fullum krafti. Árið 2002 stjórnaði hún þættinum Hvernig sem viðrar ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni, betur þekktur sem Villi naglbítur, þar sem þau tvö ferðuðust um landið vítt og breitt. Rósa stóð sig með stakri prýði í þáttunum enda með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og gönguleiðsagnapróf. Þá vann hún í nokkur ár sem leiðsögumaður á hálendi Íslands. Í viðtali við Morgunblaðið sama ár, í tengslum við þættina, sagðist Rósa helst vilja vera bóndi í eyðifirði ef hún væri ekki þáttarstjórnandi. Það er spurning hvort sá draumur rætist nú í ljósi nýjustu fregna úr herbúðum VG.
Tengdar fréttir Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30 Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00 Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30 Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu Barnastjarna í leikhúsinu og frænka Bubba. 21. nóvember 2017 20:30
Tveir þingmenn heltast úr lestinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. 30. nóvember 2017 07:00
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15
5 hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobsdóttur Hún elskar Keanu Reeves og dreymdi um að verða geimfari. 14. nóvember 2017 19:30
Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu "Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir stjórnmálafræðiprófessor. 29. nóvember 2017 20:09