„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 15:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fertugur og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar. Vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“ Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er spenntur fyrir nýju hlutverki. Hann kveður framkvæmdastjórastarf hjá Landvernd eftir rúm sex ár í starfi. Guðmundur Ingi, betur þekktur sem Mummi, segir í samtali við Vísi hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og nýjan forsætisráðherra, í gær og svo gærkvöldi. Hann hafi farið yfir málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar og tekið afstöðu út frá því, þ.e. að taka við embættinu. Hann hafi svo rætt við Katrínu aftur í morgun. En hvernig svaf hann vitandi það sem væri á dagskrá í dag? „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega,“ segir Guðmundur Ingi hlæjandi. „Svo vissi ég þetta náttúrulega ekki fyrr en eftir þingflokksfundinn í hádeginu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Á fundinum var tillaga Katrínar um ráðherraskipan samþykkt einróma. Auk Katrínar og Guðmundar Inga verður Svandís Svavarsdóttir úr röðum Vinstri grænna ráðherra, heilbrigðisráðherra. „Ég held að þetta geti orðið mjög spennandi. Það eru mörg verkefni framundan sem þarf að vinna að,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segist auðmjúkur gagnvart verkefninu. „Og fullur tilhlökkunar og spenntur,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlkyns ráðherrann. Aðeins einn annar ráðherra hefur verið opinberlega samkynheigður. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Rataði það í fréttir víða um heim þegar hún varð forsætisráðherra. „Kynhneigð mín skiptir mig ekki máli í daglegu amstri. En mér finnst gott að geta verið fyrirmynd fyrir fólk sem á erfitt með að sýna kynhneigð sína. Að þau geti séð að í okkar samfélagi sé það þannig að þú getur verið áberandi í þjóðlífinu óháð kynhneigð,“ segir Guðmundur Ingi. „Þetta eru líka skilaboð út í hinn stærri heim að þetta sé eðlilegt á Íslandi.“
Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50