Móttaka flóttamanna talin þróunarsamvinna Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Kostnaður við komu hælisleitenda hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. vísir/eyþór Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Af þeim sjö milljörðum sem Íslendingar veittu til þróunarmála í fyrra er kostnaður við móttöku hælisleitenda um 1,6 milljarðar króna. Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2 milljörðum króna til þróunarsamvinnumála. Ári seinna voru framlög stjórnvalda komin upp í sjö milljarða. Hækkun málaflokksins ræðst að miklu leyti af þremur liðum. Móttaka hælisleitenda hækkaði um 1.150 milljónir milli ára en einnig varð hækkun í málaflokknum um móttöku flóttafólks. Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið 150 milljónir króna í stofnframlag asíska þróunarbankans AIIB.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir flest öll ríki innan nefndar OECD um þróunarsamvinnumál fara eins að í þessum efnum. „Þróunarsamvinnunefnd OECD setur reglur hvað þetta varðar. Langflest lönd innan nefndarinnar hafa þennan háttinn á. Við verðum að vera samanburðarhæf hvað tölurnar varðar,“ segir Guðlaugur Þór. „Við getum líka fært rök fyrir því að móttaka flóttamanna frá öðrum svæðum heimsins er að sönnu þróunaraðstoð þar sem íslensk stjórnvöld veita einstaklingum betra líf og betri aðstæður en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar íslenskra stjórnvalda.“ Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi VG í þróunarsamvinnunefnd utanríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki gera nægilega vel í þessum efnum. „Þetta er eitt af því sem rætt hefur verið í nefndinni. En þetta er leyfilegt samkvæmt reglunum. Ég hef bent á að þó það sé leyfilegt þýði það ekki endilega að það eigi að viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti spurningamerki við þetta vinnulag. Því þarna þurfum við að gera betur.“ Framlög til hælisleitenda hafa því hækkað framlög okkar til þróunarsamvinnu án þess að pólitískur vilji sé endilega fyrir þeirri hækkun. Ísland hefur samt sem áður skuldbundið sig til að hækka framlögin upp í 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu eða á annan tug milljarða króna að núvirði. „Þjóðartekjur okkar hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og því er ekki raunhæft að ætla á mjög skömmum tíma að komast að umræddu viðmiði um að leggja 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Útgjöld til þróunarmála hafa að sama skapi aukist gríðarlega á mjög skömmum tíma, eða úr þremur milljörðum í sjö á fáum árum. Ef við ætluðum að ná markmiðinu þyrftum við að auka framlögin um þrettán milljarða króna sem er nánast sama upphæð og við leggjum til alls málaflokksins sem er utanríkismál. Því þurfum við að gera þetta í skrefum og markmið okkar eru klár í þeim efnum,“ segir hann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira