"Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:30 Sölvi Fannar stundar mikla og stranga líkamsrækt. Mynd/Úr einkasafni „Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
„Flestir missa tökin á mataræðinu, þá sérstaklega yfir hátíðarnar,“ segir heilsuræktargúrúinn, leikarinn og heimspekingurinn Sölvi Fannar. Hann er þekktur fyrir að hugsa vel um líkama sinn og gefur lesendum Vísis heilsuráðgjöf í aðdraganda jólahátíðarinnar. „Ekki einu sinni reyna að ljúga að þér að þú munir ekki sukka yfir hátíðarnar þegar þú veist innst inni að þú munt gera það,“ segir Sölvi og bendir fólki á að það sé ekki of seint að grípa í taumana til að undirbúa sig fyrir jólahaldið. „Þegar það gerist höfum við tvo valkosti. Annar þeirra felst í því að við getum reynt að undirbúa okkur fyrirfram svo við eigum einhverja innistæðu þegar að skuldadögum kemur. Það gerum við einna helst með því að auka brennslu líkamans,“ segir Sölvi og heldur áfram. „Einfaldasta leiðin til þess er að borða fleiri en smærri máltíðir yfir daginn sem veldur aukinni brennslu en við getum einnig stundað einhverskonar líkamsrækt. Að sjálfsögðu er ekki verra að bæta hóflegri líkamsræktariðkun við hátíðarstemmninguna sjálfa. Þar fyrir utan halda streitulosun og góður svefn okkur í mun betra jafnvægi á sál og líkama.“ Sölvi gefur ræktinni þumal upp.Mynd / Úr einkasafni Lífið er núna Sölvi er ekki hrifinn af hinum valkostinum sem er í boði að hans sögn. „Hin leiðin er að segja bara skíttmeð'a og trúa því sem margir segja að 80% af þyngdinni sem við bætum á okkur yfir hátíðarnar er “bara” vatn og taka svo svo því sem koma skal.“ Sölvi hlakkar til jólanna og ætlar að njóta þeirra með sínum nánustu. „Við vitum auðvitað aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér og því er um að gera að njóta þess sem við höfum á meðan við höfum það. Lífið er núna - Gleðileg jól.“ Áður en blaðamaður kveður Sölva býður hann uppá innblástur í formi brots úr ljóðinu Jól eftir frænda sinn, skáldið Stein Steinarr „Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“
Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira