Rapparinn, leikstjórinn og klipparinn GKR Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. nóvember 2017 15:15 Rapparinn GKR leikstýrir nýjasta myndbandinu sínu sjálfur og væri alveg til í að leikstýra meira.. Rapparinn GKR sneri í vikunni aftur eftir stutt hlé og sendi frá sér lagið UPP og myndband við, en það er gefið út af bandaríska útgáfufyrirtækinu Mad Decent sem er í eigu ofur-plötusnúðsins Diplo. Mad Decent setti myndbandið við lagið Meira á YouTube síðu sína þegar það kom út og hefur fyrirtækið verið að kynna rapparann íslenska bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði hófst kynningarstarfið í London en þá spilaði GKR þar í borg. UPP verður svo notað sem fyrstu kynni Bandaríkjamanna við rapparann á næstu mánuðum. Eins og venjan er hjá GKR er myndbandið við UPP litríkt og líflegt. Um leikstjórn og klippingu sér GKR, en það er ekkert nýtt. Blundar leikstjóri í þér Gaukur? „Já, ég myndi segja að ég væri leikstjóri – en kannski óhefðbundinn leikstjóri. Eða ég veit það ekki, ég veit ekkert hvernig leikstjórar eiga að vera. En ég er hundrað prósent leikstjóri. Aðstoðarleikstjórinn var svo Magnús Andersen. Ég hef eiginlega alltaf mjög sterkar skoðanir á myndböndum við mín lög. Ég leikstýrði Morgunmat og Meira. Ég væri líka geðveikt til í að leikstýra auglýsingum, eða bara einhverju – ég held ég gæti orðið mjög góður í því.“ Gaukur á ekki langt að sækja listgáfuna enda kláraði hann stúdentspróf frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og komst inn í myndlistina í LHÍ en ákvað að láta tónlistarferilinn ganga fyrir og hætti við frekari skólagöngu. „Lagið var gert í fyrra, á sama tíma og Tala um. Ég tók lagið upp í fyrrasumar en ég sat lengi á því. Í janúar var það orðið alveg tilbúið. Svo var ég bara að plana hvað ég ætti að gera við það og undirbúa myndband og þannig. Ég tók svo myndbandið upp í apríl og ágúst.“ Það er smá tími síðan þú sást síðast – eins og þú segir þá er alveg ár síðan að þú gafst síðast út lag. Hvar ertu búinn að vera, GKR? „Það skiptir máli að stíga til baka og horfa hvert maður er að fara og fá frið fyrir alls konar truflunum. Ég vil ekki þurfa að troða mér í sviðsljósið og viðhalda einhverjum „status“ heldur bara komast þangað á náttúrulegan máta.“ Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Rapparinn GKR sneri í vikunni aftur eftir stutt hlé og sendi frá sér lagið UPP og myndband við, en það er gefið út af bandaríska útgáfufyrirtækinu Mad Decent sem er í eigu ofur-plötusnúðsins Diplo. Mad Decent setti myndbandið við lagið Meira á YouTube síðu sína þegar það kom út og hefur fyrirtækið verið að kynna rapparann íslenska bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði hófst kynningarstarfið í London en þá spilaði GKR þar í borg. UPP verður svo notað sem fyrstu kynni Bandaríkjamanna við rapparann á næstu mánuðum. Eins og venjan er hjá GKR er myndbandið við UPP litríkt og líflegt. Um leikstjórn og klippingu sér GKR, en það er ekkert nýtt. Blundar leikstjóri í þér Gaukur? „Já, ég myndi segja að ég væri leikstjóri – en kannski óhefðbundinn leikstjóri. Eða ég veit það ekki, ég veit ekkert hvernig leikstjórar eiga að vera. En ég er hundrað prósent leikstjóri. Aðstoðarleikstjórinn var svo Magnús Andersen. Ég hef eiginlega alltaf mjög sterkar skoðanir á myndböndum við mín lög. Ég leikstýrði Morgunmat og Meira. Ég væri líka geðveikt til í að leikstýra auglýsingum, eða bara einhverju – ég held ég gæti orðið mjög góður í því.“ Gaukur á ekki langt að sækja listgáfuna enda kláraði hann stúdentspróf frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og komst inn í myndlistina í LHÍ en ákvað að láta tónlistarferilinn ganga fyrir og hætti við frekari skólagöngu. „Lagið var gert í fyrra, á sama tíma og Tala um. Ég tók lagið upp í fyrrasumar en ég sat lengi á því. Í janúar var það orðið alveg tilbúið. Svo var ég bara að plana hvað ég ætti að gera við það og undirbúa myndband og þannig. Ég tók svo myndbandið upp í apríl og ágúst.“ Það er smá tími síðan þú sást síðast – eins og þú segir þá er alveg ár síðan að þú gafst síðast út lag. Hvar ertu búinn að vera, GKR? „Það skiptir máli að stíga til baka og horfa hvert maður er að fara og fá frið fyrir alls konar truflunum. Ég vil ekki þurfa að troða mér í sviðsljósið og viðhalda einhverjum „status“ heldur bara komast þangað á náttúrulegan máta.“
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira