Mikil bið eftir úttekt á séreignarsparnaði til íbúðarkaupa: „Lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:00 580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira