Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2017 09:01 Gervihnötturinn tók ratsjármyndir af jöklinum. Mynd/ESA Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni.Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. SENTINEL-1 gervitungl ESA tók ratstjármyndir á flugi yfir jöklinum. Þar segir að þann 8. nóvember síðastliðinn hafi mátt greina talsvert sprungumynstur en nýjar myndir, sem teknar voru í gær, sýni að sprungumynstrin hafi aukist. Tekið er fram að ratsjármyndir sýna aðallega yfirborðshrjúfleika og að „smá lagni“ þurfi við túlkun þeirra en myndirnar séu settar fram til að auðvelda samanburð og sýna þróun. Talsverðar jarðhræringar hafa verið í Öræfajökli undanvarni vikur og hefur myndast sigketill í jöklinum miðjum. Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna jarðhræringanna og fylgjast vísindamenn, Almannavarnir og löggæsluyfirvöld náið með jöklinum. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, að jarðhræringarnar í jöklinum síðustu daga sýni að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu.Sjá má gervihnattamyndirnar hér fyrir neðan. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert dregið úr rafleiðni og enn brennisteinsfnykur Rafleiðni í Kvíá undan Öræfajökli mældist svipuð í nótt og undanfarna daga. 21. nóvember 2017 07:43 Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Vísindamenn Veðurstofunnar og fulltrúar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra funda vegna Öræfajökuls klukkan níu í kvöld. 19. nóvember 2017 19:15 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni.Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands. SENTINEL-1 gervitungl ESA tók ratstjármyndir á flugi yfir jöklinum. Þar segir að þann 8. nóvember síðastliðinn hafi mátt greina talsvert sprungumynstur en nýjar myndir, sem teknar voru í gær, sýni að sprungumynstrin hafi aukist. Tekið er fram að ratsjármyndir sýna aðallega yfirborðshrjúfleika og að „smá lagni“ þurfi við túlkun þeirra en myndirnar séu settar fram til að auðvelda samanburð og sýna þróun. Talsverðar jarðhræringar hafa verið í Öræfajökli undanvarni vikur og hefur myndast sigketill í jöklinum miðjum. Óvissustig Almannavarna er í gildi vegna jarðhræringanna og fylgjast vísindamenn, Almannavarnir og löggæsluyfirvöld náið með jöklinum. Í samtali við Reykjavík síðdegis í gær sagði Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, að jarðhræringarnar í jöklinum síðustu daga sýni að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu.Sjá má gervihnattamyndirnar hér fyrir neðan.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert dregið úr rafleiðni og enn brennisteinsfnykur Rafleiðni í Kvíá undan Öræfajökli mældist svipuð í nótt og undanfarna daga. 21. nóvember 2017 07:43 Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Vísindamenn Veðurstofunnar og fulltrúar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra funda vegna Öræfajökuls klukkan níu í kvöld. 19. nóvember 2017 19:15 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Ekkert dregið úr rafleiðni og enn brennisteinsfnykur Rafleiðni í Kvíá undan Öræfajökli mældist svipuð í nótt og undanfarna daga. 21. nóvember 2017 07:43
Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Vísindamenn Veðurstofunnar og fulltrúar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra funda vegna Öræfajökuls klukkan níu í kvöld. 19. nóvember 2017 19:15
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20