Aðgangsstýring möguleg fyrir nýjan miðhálendisþjóðgarð landsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Íslensk náttúra er megin aðdráttarafl erlendra ferðamanna. Huga þarf að vernd og nýtingu auðlindarinnar sem miðhálendið er. Fréttablaðið/Vilhelm Auðveldara yrði að ráða við aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna með heildstæðri aðgangsstýringu á viðkomandi svæðum til að koma í veg fyrir hnignun náttúru svæðisins ef Miðhálendisþjóðgarður yrði að veruleika. Miðhálendi Íslands nær yfir um fjörutíu prósent flatarmáls landsins. Ef þjóðgarðurinn yrði að veruleika yrði hann stærsti þjóðgarður í Evrópu en einnig einn af stærstu þjóðgörðum sem hlutfall af flatarmáli lands.Miklar náttúruminjar Miðhálendið á sér nokkra sérstöðu. Bæði er um að ræða stærstu eyðimörk í Evrópu en jafnframt er þetta eitt stærsta samfellda landsvæðið í álfunni þar sem ekki er föst búseta allt árið um kring. Mannvirki á þessu svæði eru fá og afar dreifð yfir svæðið. Náttúruminjar svæðisins eru hins vegar ófáar og einstæðar í heiminum. Settar voru upp fjórar sviðsmyndir um stjórn svæðisins sem hægt yrði að vinna með áfram.Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Landammalaugar ár hvert. Aðgangstýring gerð auðveldari með nýjum miðhálendisþjóðgarði. Fréttablaðið/VilhelmFramtíðarfyrirkomulag svæðisins hefur verið rætt innan stjórnsýslunnar um langan tíma. Samhæfa þarf stjórnun svæðisins, landnýtingu, vernd hálendisins og hvernig uppbyggingu innviða verður háttað á þessu svæði. Fjöldi ferðamanna sem sækir miðhálendið heim ár hvert hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og því brýnt að stefna stjórnvalda verði klár sem allra fyrst. Til að átta sig á stærð mögulegs þjóðgarðs á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á miðhálendi Íslands, allt frá Borgarbyggð í vestri til Djúpavogshrepps í austri.Stjórnsýslan á leik „Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða,“ segir í áfangaskýrslu nefndarinnar. Nefndin var skipuð 14. júlí, 2016 og var falið að kortleggja svæðið innan miðhálendislínu með tilliti til stofnunar þjóðgarðs, annaðhvort með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með öðrum hætti. „Ég lagði mikla áherslu á þetta í mínu starfi sem umhverfisráðherra og nú er kominn fyrsti áfanginn í ljós. Unnið verði áfram úr þessu,“ segir Björt Ólafsdóttir. „Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að unnin yrði sérstök áætlun um vernd miðhálendisins. Mikil vinna er nú fram undan til að svo megi verða að við sjáum þennan þjóðgarð verða að veruleika.“ Leggjast gegn áherslu sveitarfélagaBjört Ólafsdóttir, umhverfisráðherraÍ skýrslunni kemur fram að ein helsta áhersla sveitarfélaganna sé að þjóðgarður komi ekki í veg fyrir þróun samgangna eða orkuflutninga um svæðið sem nauðsynlegt væri fyrir atvinnustarfsemi og þróun byggðar í landinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir það skipta miklu máli að þjóðgarðurinn verði að veruleika sem ein heild en leggst gegn orkuflutningum í lofti um svæðið. „Það er alveg ljóst að við erum mótfallin orkuflutningi með háspennulínum í lofti á svæðinu. Einnig leggjumst við gegn stórum mannvirkjum á svæðinu eins og frekari virkjunum,“ segir Guðmundur Ingi. Einnig er talað um að tryggja skuli óbeinan eignarrétt sem felst í veiði og beit búfjár innan þjóðgarðsins. Veiði á miðhálendinu hefur tíðkast um langt skeið sem og að bændur hafa sett á fjall sauðfé í miklum mæli síðustu árhundruð. Að mati Landverndar er það æskilegt með þeim fyrirvörum að það komi ekki niður á sjálfbærni svæðisins. „Hefðbundin landnýting er eðlileg. Hins vegar þarf að gæta að verndargildi svæða og að nýting sé sjálfbær. Þetta fyrirkomulag hefur að mestu gengið ágætlega innan Vatnajökulsþjóðgarðs og því ætti sama fyrirkomulag að geta gengið á þessu svæði. Ofbeit er hins vegar aldrei ásættanleg, hvorki á láglendi né hálendi.“Svona gæti nýr þjóðgarður litið útMögulegar sviðsmyndir um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs: 1. Miðhálendisþjóðgarður sem felur í sér að stofnaður verði þjóðgarður sem tekur til þjóðlendna og friðlýstra svæða innan miðhálendisins. Þjóðgarðurinn yrði valddreifður en með samræmda stefnu, skipulag, leyfisveitingar og stjórnsýslu2. Jöklagarðar, en sú sviðsmynd felur í sér að þjóðgarðar verði stofnaðir um friðlýst svæði og jökla með möguleikum á stækkun í samræmi við opinbera stefnumótun um verndun og nýtingu lands. 3. Þjóðgarðar á miðhálendinu á núverandi friðlýstum svæðum. Byggir þessi sviðsmynd á því að slíkir þjóðgarðar hefðu hver eigið svæðisráð. Hver garður tæki jafnframt breytingum í samræmi við náttúruminjaskrá, rammaáætlun og aðra opinbera stefnumótun. 4. Óbreytt fyrirkomulag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri LandverndarLandvernd leggst gegn landnámi lúpínu á miðhálendi Íslands. Landverndarmenn vinna nú að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við dreifingu tegundarinnar á miðhálendinu sem þeir segja ágenga þar sem aðrar tegundir víkja fyrir henni og einsleitni gróðurs eykst með breyttri ásýnd landsins. „Ég held að við ættum að reyna að sameinast um að halda lúpínu utan miðhálendisins,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar. „Ef við erum sammála um að hún eigi ekki heima einhvers staðar þá sé það þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Auðveldara yrði að ráða við aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna með heildstæðri aðgangsstýringu á viðkomandi svæðum til að koma í veg fyrir hnignun náttúru svæðisins ef Miðhálendisþjóðgarður yrði að veruleika. Miðhálendi Íslands nær yfir um fjörutíu prósent flatarmáls landsins. Ef þjóðgarðurinn yrði að veruleika yrði hann stærsti þjóðgarður í Evrópu en einnig einn af stærstu þjóðgörðum sem hlutfall af flatarmáli lands.Miklar náttúruminjar Miðhálendið á sér nokkra sérstöðu. Bæði er um að ræða stærstu eyðimörk í Evrópu en jafnframt er þetta eitt stærsta samfellda landsvæðið í álfunni þar sem ekki er föst búseta allt árið um kring. Mannvirki á þessu svæði eru fá og afar dreifð yfir svæðið. Náttúruminjar svæðisins eru hins vegar ófáar og einstæðar í heiminum. Settar voru upp fjórar sviðsmyndir um stjórn svæðisins sem hægt yrði að vinna með áfram.Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Landammalaugar ár hvert. Aðgangstýring gerð auðveldari með nýjum miðhálendisþjóðgarði. Fréttablaðið/VilhelmFramtíðarfyrirkomulag svæðisins hefur verið rætt innan stjórnsýslunnar um langan tíma. Samhæfa þarf stjórnun svæðisins, landnýtingu, vernd hálendisins og hvernig uppbyggingu innviða verður háttað á þessu svæði. Fjöldi ferðamanna sem sækir miðhálendið heim ár hvert hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og því brýnt að stefna stjórnvalda verði klár sem allra fyrst. Til að átta sig á stærð mögulegs þjóðgarðs á 21 sveitarfélag aðalskipulagsáætlun sem nær inn á miðhálendi Íslands, allt frá Borgarbyggð í vestri til Djúpavogshrepps í austri.Stjórnsýslan á leik „Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða,“ segir í áfangaskýrslu nefndarinnar. Nefndin var skipuð 14. júlí, 2016 og var falið að kortleggja svæðið innan miðhálendislínu með tilliti til stofnunar þjóðgarðs, annaðhvort með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með öðrum hætti. „Ég lagði mikla áherslu á þetta í mínu starfi sem umhverfisráðherra og nú er kominn fyrsti áfanginn í ljós. Unnið verði áfram úr þessu,“ segir Björt Ólafsdóttir. „Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar var ákvæði um að unnin yrði sérstök áætlun um vernd miðhálendisins. Mikil vinna er nú fram undan til að svo megi verða að við sjáum þennan þjóðgarð verða að veruleika.“ Leggjast gegn áherslu sveitarfélagaBjört Ólafsdóttir, umhverfisráðherraÍ skýrslunni kemur fram að ein helsta áhersla sveitarfélaganna sé að þjóðgarður komi ekki í veg fyrir þróun samgangna eða orkuflutninga um svæðið sem nauðsynlegt væri fyrir atvinnustarfsemi og þróun byggðar í landinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir það skipta miklu máli að þjóðgarðurinn verði að veruleika sem ein heild en leggst gegn orkuflutningum í lofti um svæðið. „Það er alveg ljóst að við erum mótfallin orkuflutningi með háspennulínum í lofti á svæðinu. Einnig leggjumst við gegn stórum mannvirkjum á svæðinu eins og frekari virkjunum,“ segir Guðmundur Ingi. Einnig er talað um að tryggja skuli óbeinan eignarrétt sem felst í veiði og beit búfjár innan þjóðgarðsins. Veiði á miðhálendinu hefur tíðkast um langt skeið sem og að bændur hafa sett á fjall sauðfé í miklum mæli síðustu árhundruð. Að mati Landverndar er það æskilegt með þeim fyrirvörum að það komi ekki niður á sjálfbærni svæðisins. „Hefðbundin landnýting er eðlileg. Hins vegar þarf að gæta að verndargildi svæða og að nýting sé sjálfbær. Þetta fyrirkomulag hefur að mestu gengið ágætlega innan Vatnajökulsþjóðgarðs og því ætti sama fyrirkomulag að geta gengið á þessu svæði. Ofbeit er hins vegar aldrei ásættanleg, hvorki á láglendi né hálendi.“Svona gæti nýr þjóðgarður litið útMögulegar sviðsmyndir um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs: 1. Miðhálendisþjóðgarður sem felur í sér að stofnaður verði þjóðgarður sem tekur til þjóðlendna og friðlýstra svæða innan miðhálendisins. Þjóðgarðurinn yrði valddreifður en með samræmda stefnu, skipulag, leyfisveitingar og stjórnsýslu2. Jöklagarðar, en sú sviðsmynd felur í sér að þjóðgarðar verði stofnaðir um friðlýst svæði og jökla með möguleikum á stækkun í samræmi við opinbera stefnumótun um verndun og nýtingu lands. 3. Þjóðgarðar á miðhálendinu á núverandi friðlýstum svæðum. Byggir þessi sviðsmynd á því að slíkir þjóðgarðar hefðu hver eigið svæðisráð. Hver garður tæki jafnframt breytingum í samræmi við náttúruminjaskrá, rammaáætlun og aðra opinbera stefnumótun. 4. Óbreytt fyrirkomulag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri LandverndarLandvernd leggst gegn landnámi lúpínu á miðhálendi Íslands. Landverndarmenn vinna nú að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við dreifingu tegundarinnar á miðhálendinu sem þeir segja ágenga þar sem aðrar tegundir víkja fyrir henni og einsleitni gróðurs eykst með breyttri ásýnd landsins. „Ég held að við ættum að reyna að sameinast um að halda lúpínu utan miðhálendisins,“ segir framkvæmdastjóri Landverndar. „Ef við erum sammála um að hún eigi ekki heima einhvers staðar þá sé það þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira