Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. nóvember 2017 18:33 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli sem hún hefur til rannsóknar. Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. Greint var frá því á þriðjudag að par, karl og kona, á fertugs og fimmtugsaldri hefði verið handtekið fyrr um daginn vegna gruns um umfangsmikla vændisstarfsemi. Karlinn er Íslendingur en konan af erlendu bergi brotin. Gerð var húsleit í þremur íbúðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og hald lagt á milljónir í reiðfé. Í tveimur íbúðanna voru þrjár konur á þrítugsaldri sem grunur leikur á að Parið hafi gert út í vændi. Parið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 6. desember á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi, segir að grunur leiki á að umrædd starfsemi hafi átt sér stað í einhvern tíma. „Við erum að tala um nokkra mánuði en það voru ákveðnar ástæður fyrir því að við ákváðum að grípa inn í á þriðjudaginn,“ segir Snorri en rannsókn lögreglu hafði staðið yfir í um þrjár vikur fyrir þann tíma. Í vikunni hefur lögreglan yfirheyrt sakborningana og vitni í málinu sem eru konurnar þrjár. Til rannsóknar er hvort þær séu þolendur mansals en þeim hefur öllum verið komið í viðeigandi úrræði. Þá er lögreglan einnig að rannsaka kaupendur í málinu. „Við teljum að fjöldi kaupenda hlaupi á tugum en við getum ekki farið nánar út í þær tölur og það verður bara að koma í ljós,“ segir Snorri og bætir við að þeir megi eiga von á því að vera boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu á næstunni en samkvæmt lögum er refsivert greiða eða heita greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi og geta kaupendur átt von á því að sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. „Það verður borið undir vitni eða sakborninga, þau gögn sem lögreglan hefur,“ segir Snorri. Snorri segir að málið sé umfangsmikið og óvenjulegt en þetta er fyrsta mál sinnar tegundar hérlendis frá því árið 2009 þegar Catalina Nocogo var sakfelld fyrir milligöngu vændis. Þá segir hann að mikil aukning hafi orðið í framboði vændis í Reykjavík. „Við höfum fengið upplýsingar um fleiri tilfelli það er staðreynd og við munum fylgja eftir því sem við teljum líklegt til árangurs í rannsóknum en ég vil ekki tjá mig um það hvort það séu fleiri svona mál til rannsóknar í dag,“ segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45 Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Par handtekið vegna gruns um vændisstarfsemi Gerð var húsleit á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag. 21. nóvember 2017 16:45
Grunur um umfangsmikla vændisstarfsemi: Lögreglan telur sig vita um kaupendur Lögreglan telur sig vita um einhverja kaupendur í máli þar sem grunur leikur á að par hafi staðið í umfangsmikilli vændisstarfsemi. 21. nóvember 2017 19:58