Máttu ekki taka sjúka kettlinga frá mæðrum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Þessi köttur tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að vera af sömu dýrategund og umfjöllunarefni hennar. vísir/getty „Við furðum okkur á mörgu í sambandi við þennan úrskurð,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Samkvæmt úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) er félaginu óheimilt að fjarlægja sjúka kettlinga, yngri en átta vikna, frá mæðrum sínum til meðhöndlunar. Samtökunum barst í upphafi júlímánaðar tilkynning um ketti í neyð. Þegar á staðinn var komið voru þar um sjötíu kettir en í hópnum voru illa farnir kettlingar. Brugðust fulltrúar Villikatta við með því að fjarlægja sex kettlinga og koma þeim til dýralæknis. Þar var einn kettlingurinn aflífaður og tveir settir á sýklalyf vegna augnsýkingar.Samtökin Villikettir furða sig á fyrirmælum Matvælastofnunar um að þau láti af því að klippa af eyrum katta sem hafa verið vanaðir. vísir/GVA„Dýralæknirinn sagði að hún myndi tilkynna ástand kattanna til Matvælastofnunar (MAST). Stofnunin gerði okkur hins vegar að skila kettlingunum því samkvæmt lögum er bannað að aðskilja ketti yngri en átta vikna frá móður sinni,“ segir Arndís Björg. Formaðurinn segir að þau hafi fylgt fyrirmælum stofnunarinnar og samkvæmt hennar bestu vitneskju hafi stofnunin ekki haft kettina undir eftirliti. Þegar fulltrúar Villikatta komu aftur á staðinn höfðu einhverjir kettlinganna drepist vegna veikindanna. ANR hefur nú staðfest afstöðu MAST. „Hvernig getur það staðist að ef við sjáum fárveikan kettling þá megum við ekki taka hann til dýralæknis? Okkur var sagt að við ættum að tilkynna MAST um þá. Það er mjög erfitt eftir klukkan fjögur. Og hvað á þá að gera?“ spyr Arndís. Þá þykir henni skjóta skökku við að heimilt sé að fjarlægja kálfa frá mæðrum sínum. Í málsástæðum MAST fyrir ráðuneytinu kom fram að Villikettir hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu þeirri sem á samtökunum hvílir. Dýraeftirlitsmaður MAST hefði farið á staðinn degi eftir að þau fengu vitneskju um kettina og var þá fyrirskipað að dýrum yrði komið til dýralæknis. Málið er ekki hið eina sem kom til kasta ráðuneytisins vegna samtakanna. Villikettir kærðu einnig fyrirmæli MAST um að samtökin láti af því að klippa af eyrum villikatta sem vanaðir hafa verið. Væri það í andstöðu við dýraverndarlög. Því máli var vísað frá þar sem um tilmæli var að ræða en ekki stjórnvaldsákvörðun. „Við berjumst gegn villiköttum með því að vana þá og þegar það hefur verið gert þá klippum við um fimm millimetra af vinstra eyra. Með því móti er unnt að bera kennsl á ketti sem hafa verið vanaðir. Þetta er aðferð sem viðhöfð er í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Annaðhvort klippum við af eyrunum eða hættum okkar starfi,“ segir Arndís. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Við furðum okkur á mörgu í sambandi við þennan úrskurð,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Samkvæmt úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) er félaginu óheimilt að fjarlægja sjúka kettlinga, yngri en átta vikna, frá mæðrum sínum til meðhöndlunar. Samtökunum barst í upphafi júlímánaðar tilkynning um ketti í neyð. Þegar á staðinn var komið voru þar um sjötíu kettir en í hópnum voru illa farnir kettlingar. Brugðust fulltrúar Villikatta við með því að fjarlægja sex kettlinga og koma þeim til dýralæknis. Þar var einn kettlingurinn aflífaður og tveir settir á sýklalyf vegna augnsýkingar.Samtökin Villikettir furða sig á fyrirmælum Matvælastofnunar um að þau láti af því að klippa af eyrum katta sem hafa verið vanaðir. vísir/GVA„Dýralæknirinn sagði að hún myndi tilkynna ástand kattanna til Matvælastofnunar (MAST). Stofnunin gerði okkur hins vegar að skila kettlingunum því samkvæmt lögum er bannað að aðskilja ketti yngri en átta vikna frá móður sinni,“ segir Arndís Björg. Formaðurinn segir að þau hafi fylgt fyrirmælum stofnunarinnar og samkvæmt hennar bestu vitneskju hafi stofnunin ekki haft kettina undir eftirliti. Þegar fulltrúar Villikatta komu aftur á staðinn höfðu einhverjir kettlinganna drepist vegna veikindanna. ANR hefur nú staðfest afstöðu MAST. „Hvernig getur það staðist að ef við sjáum fárveikan kettling þá megum við ekki taka hann til dýralæknis? Okkur var sagt að við ættum að tilkynna MAST um þá. Það er mjög erfitt eftir klukkan fjögur. Og hvað á þá að gera?“ spyr Arndís. Þá þykir henni skjóta skökku við að heimilt sé að fjarlægja kálfa frá mæðrum sínum. Í málsástæðum MAST fyrir ráðuneytinu kom fram að Villikettir hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu þeirri sem á samtökunum hvílir. Dýraeftirlitsmaður MAST hefði farið á staðinn degi eftir að þau fengu vitneskju um kettina og var þá fyrirskipað að dýrum yrði komið til dýralæknis. Málið er ekki hið eina sem kom til kasta ráðuneytisins vegna samtakanna. Villikettir kærðu einnig fyrirmæli MAST um að samtökin láti af því að klippa af eyrum villikatta sem vanaðir hafa verið. Væri það í andstöðu við dýraverndarlög. Því máli var vísað frá þar sem um tilmæli var að ræða en ekki stjórnvaldsákvörðun. „Við berjumst gegn villiköttum með því að vana þá og þegar það hefur verið gert þá klippum við um fimm millimetra af vinstra eyra. Með því móti er unnt að bera kennsl á ketti sem hafa verið vanaðir. Þetta er aðferð sem viðhöfð er í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Annaðhvort klippum við af eyrunum eða hættum okkar starfi,“ segir Arndís.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira