Máttu ekki taka sjúka kettlinga frá mæðrum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Þessi köttur tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að vera af sömu dýrategund og umfjöllunarefni hennar. vísir/getty „Við furðum okkur á mörgu í sambandi við þennan úrskurð,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Samkvæmt úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) er félaginu óheimilt að fjarlægja sjúka kettlinga, yngri en átta vikna, frá mæðrum sínum til meðhöndlunar. Samtökunum barst í upphafi júlímánaðar tilkynning um ketti í neyð. Þegar á staðinn var komið voru þar um sjötíu kettir en í hópnum voru illa farnir kettlingar. Brugðust fulltrúar Villikatta við með því að fjarlægja sex kettlinga og koma þeim til dýralæknis. Þar var einn kettlingurinn aflífaður og tveir settir á sýklalyf vegna augnsýkingar.Samtökin Villikettir furða sig á fyrirmælum Matvælastofnunar um að þau láti af því að klippa af eyrum katta sem hafa verið vanaðir. vísir/GVA„Dýralæknirinn sagði að hún myndi tilkynna ástand kattanna til Matvælastofnunar (MAST). Stofnunin gerði okkur hins vegar að skila kettlingunum því samkvæmt lögum er bannað að aðskilja ketti yngri en átta vikna frá móður sinni,“ segir Arndís Björg. Formaðurinn segir að þau hafi fylgt fyrirmælum stofnunarinnar og samkvæmt hennar bestu vitneskju hafi stofnunin ekki haft kettina undir eftirliti. Þegar fulltrúar Villikatta komu aftur á staðinn höfðu einhverjir kettlinganna drepist vegna veikindanna. ANR hefur nú staðfest afstöðu MAST. „Hvernig getur það staðist að ef við sjáum fárveikan kettling þá megum við ekki taka hann til dýralæknis? Okkur var sagt að við ættum að tilkynna MAST um þá. Það er mjög erfitt eftir klukkan fjögur. Og hvað á þá að gera?“ spyr Arndís. Þá þykir henni skjóta skökku við að heimilt sé að fjarlægja kálfa frá mæðrum sínum. Í málsástæðum MAST fyrir ráðuneytinu kom fram að Villikettir hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu þeirri sem á samtökunum hvílir. Dýraeftirlitsmaður MAST hefði farið á staðinn degi eftir að þau fengu vitneskju um kettina og var þá fyrirskipað að dýrum yrði komið til dýralæknis. Málið er ekki hið eina sem kom til kasta ráðuneytisins vegna samtakanna. Villikettir kærðu einnig fyrirmæli MAST um að samtökin láti af því að klippa af eyrum villikatta sem vanaðir hafa verið. Væri það í andstöðu við dýraverndarlög. Því máli var vísað frá þar sem um tilmæli var að ræða en ekki stjórnvaldsákvörðun. „Við berjumst gegn villiköttum með því að vana þá og þegar það hefur verið gert þá klippum við um fimm millimetra af vinstra eyra. Með því móti er unnt að bera kennsl á ketti sem hafa verið vanaðir. Þetta er aðferð sem viðhöfð er í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Annaðhvort klippum við af eyrunum eða hættum okkar starfi,“ segir Arndís. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við furðum okkur á mörgu í sambandi við þennan úrskurð,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, formaður Villikatta. Samkvæmt úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) er félaginu óheimilt að fjarlægja sjúka kettlinga, yngri en átta vikna, frá mæðrum sínum til meðhöndlunar. Samtökunum barst í upphafi júlímánaðar tilkynning um ketti í neyð. Þegar á staðinn var komið voru þar um sjötíu kettir en í hópnum voru illa farnir kettlingar. Brugðust fulltrúar Villikatta við með því að fjarlægja sex kettlinga og koma þeim til dýralæknis. Þar var einn kettlingurinn aflífaður og tveir settir á sýklalyf vegna augnsýkingar.Samtökin Villikettir furða sig á fyrirmælum Matvælastofnunar um að þau láti af því að klippa af eyrum katta sem hafa verið vanaðir. vísir/GVA„Dýralæknirinn sagði að hún myndi tilkynna ástand kattanna til Matvælastofnunar (MAST). Stofnunin gerði okkur hins vegar að skila kettlingunum því samkvæmt lögum er bannað að aðskilja ketti yngri en átta vikna frá móður sinni,“ segir Arndís Björg. Formaðurinn segir að þau hafi fylgt fyrirmælum stofnunarinnar og samkvæmt hennar bestu vitneskju hafi stofnunin ekki haft kettina undir eftirliti. Þegar fulltrúar Villikatta komu aftur á staðinn höfðu einhverjir kettlinganna drepist vegna veikindanna. ANR hefur nú staðfest afstöðu MAST. „Hvernig getur það staðist að ef við sjáum fárveikan kettling þá megum við ekki taka hann til dýralæknis? Okkur var sagt að við ættum að tilkynna MAST um þá. Það er mjög erfitt eftir klukkan fjögur. Og hvað á þá að gera?“ spyr Arndís. Þá þykir henni skjóta skökku við að heimilt sé að fjarlægja kálfa frá mæðrum sínum. Í málsástæðum MAST fyrir ráðuneytinu kom fram að Villikettir hefðu ekki sinnt tilkynningarskyldu þeirri sem á samtökunum hvílir. Dýraeftirlitsmaður MAST hefði farið á staðinn degi eftir að þau fengu vitneskju um kettina og var þá fyrirskipað að dýrum yrði komið til dýralæknis. Málið er ekki hið eina sem kom til kasta ráðuneytisins vegna samtakanna. Villikettir kærðu einnig fyrirmæli MAST um að samtökin láti af því að klippa af eyrum villikatta sem vanaðir hafa verið. Væri það í andstöðu við dýraverndarlög. Því máli var vísað frá þar sem um tilmæli var að ræða en ekki stjórnvaldsákvörðun. „Við berjumst gegn villiköttum með því að vana þá og þegar það hefur verið gert þá klippum við um fimm millimetra af vinstra eyra. Með því móti er unnt að bera kennsl á ketti sem hafa verið vanaðir. Þetta er aðferð sem viðhöfð er í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Annaðhvort klippum við af eyrunum eða hættum okkar starfi,“ segir Arndís.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira