Innlent

Theodóra S. Þorsteinsdóttir kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

Anton Egilsson skrifar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Vísir/Ernir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir var kosin stjórnarformaður Bjartar framtíðar á aukaaðal­fundi flokks­ins sem hald­inn var á Hót­el Ca­bin í dag.

Þrír voru í framboði til stjórnarformanns en auk Theodóru gáfu þau Nichole Leigh Mosty og Ágúst Már Garðarsson kost á sér. Fékk Theodóra 55 prósent atkvæða í kosningunni sem fór fram rafrænt. 

Fyrr í dag var Björt Ólafsdóttir kjörin formaður Bjartrar framtíðar en hún var ein í framboði. Flokkurinn hafði verið formannslaus síðan Óttarr Proppé sagði af sér formennsku þann 31. október síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×