Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 17:09 Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira