Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 17:09 Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira