Lífið

Miss Universe: Arna Ýr ekki í gegnum niðurskurð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Arna Ýr Jónsdóttir var glæsileg á sviðinu í nótt.
Arna Ýr Jónsdóttir var glæsileg á sviðinu í nótt. Vísir/Getty

Hin suður-afríska Demi-Leigh Nel-Peters var krýnd Ungfrú Alheimur ársins 2017 í nótt. Arna Ýr Jónsdóttir, fulltrúi Íslands í Miss Universe í ár, komst hins vegar ekki í gegnum fyrsta niðurskurð.

Alls áttu 92 þjóðir fulltrúa í keppninni í ár. Mikið var um dýrðir eins og vænta má í Ungfrú Alheimi; hæfileikakeppni, síðkjólar, sundföt og þar fram eftir götunum.

Sjá einnig: Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas

Eftir því sem leið á kvöldið duttu keppendur úr leik. Í fyrsta niðurskurði var fækkað úr 92 niður í 16 þar sem fjórir keppendur í fjórum flokkum komust áfram. Í flokki Örnu, Evrópu, komust fulltrúar Króatíu, Írlands, Spánar og Bretlands áfram.

Það var svo fulltrúi Suður-Afríku sem stóð uppi sem sigurvegari. Það kom í raun fáum á óvart enda höfðu veðbankar og áhugamenn um keppnina lengi spáð henni kórónunni.

Augnablikið sem úrslitin voru tilkynnt má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sjáðu Örnu Ýr sýna „þjóðbúninginn“ í Miss Universe

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig undir Miss Universe keppnina sem fram fer um næstu helgi. Í gær sýndi hún "þjóðbúning“ Íslands á sérstökum viðburði í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.