Lífið

Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.
Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Instagram
Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd rétt í þessu í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe.Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra.

Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir en kynnir kvöldsins var Eva Ruza.Alþjóðleg dómnefnd dæmdi keppnina út frá dómaraviðtölum og frammistöðu stúlknanna á sviðinu, bæði í sundfötum og síðkjólum.Í dómnefndinni voru Raquel Pelisser sem var í öðru sæti í Miss Universe í fyrra, skartgripahönnuðurinn Charlie Lapson, tannlæknirinn og viðtalsþjálfarinn Dr. Carlos A. Morales og ráðgjafinn Kathy Martin-Smith en dóttir hennar var krýnd Miss Teen USA 2016. Í dómnefndinni er líka Amalie Leraand sem er þekkt fyrir baráttu sína fyrir jákvæðri líkamsímynd.

Miss Universe Iceland 2017 is Arna Yr Jonsdottir! #roadtomissuniverse #missuniverse #missuniverseiceland #missuniverseiceland2017

A post shared by Miss Universe Iceland (@missuniverseiceland) on


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.