Álag á barnaverndarstarfsfólk óhóflegt miðað við önnur lönd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Bragi Guðbrandsson telur að fjölgun tilkynninga megi rekja til meiri vitundar um málaflokkinn. vísir/valli Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00