Álag á barnaverndarstarfsfólk óhóflegt miðað við önnur lönd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Bragi Guðbrandsson telur að fjölgun tilkynninga megi rekja til meiri vitundar um málaflokkinn. vísir/valli Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00