Álag á barnaverndarstarfsfólk óhóflegt miðað við önnur lönd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Bragi Guðbrandsson telur að fjölgun tilkynninga megi rekja til meiri vitundar um málaflokkinn. vísir/valli Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þörf er á að fjölga starfsfólki barnaverndarnefnda um land allt samhliða auknu álagi á þær að mati forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um tæp tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. „Starfsálagið á barnaverndarstarfsmenn hefur aukist gífurlega,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Ég tel að hver barnaverndarnefnd fyrir sig þurfi að leggjast yfir málið og meta það hver í sínum ranni. Þörfin á fjölgun er mismikil eftir sveitarfélögum en heilt yfir þarf að bæta í til að ekki sé gengið of nærri því fólki sem hjá nefndunum starfar.“ Frá upphafi árs til loka september bárust alls 7.292 tilkynningar inn á borð stofnunarinnar. Tilkynningum fjölgaði meira á höfuðborgarsvæðinu, um rúm ellefu prósent, en á landsbyggðinni þar sem aukningin nam rétt rúmum sex prósentum. Sé þetta ár borið saman við árið 2015 kemur í ljós að ábendingum hefur fjölgað um tæp fimmtán prósent. Bragi segir fyrirséð að fjöldi tilkynntra mála í ár fari yfir 10 þúsund. Hann segir þó að setja verði þann fyrirvara að fjöldi tilkynninga sé enginn mælikvarði á aðbúnað barna og þurfi ekki að endurspegla erfiðari aðstæður. „Ef við lítum á þá þróun sem hefur verið undanfarin ár, þá er þetta hægt og bítandi jöfn fjölgun hin síðari ár. Ég tel að það endurspegli fyrst og fremst aukna almenna vitund um þessi mál. Því ber að fagna,“ segir Bragi. Sískráningakerfi um tilkynnt tilvik var komið á fyrir um áratug en fram að því hafði verið stuðst við ársskýrslur hverrar nefndar fyrir sig. Þær liggja yfirleitt fyrir á vormánuðum. Í þeim er að finna ítarlegri og nákvæmari sundurliðun á eðli og alvarleika hverrar tilkynningar fyrir sig. Samkvæmt bráðabirgðatölunum vörðuðu flestar tilkynningarnar meinta vanrækslu gegn börnum eða tæplega fjórar af hverjum tíu. Þriðjungur tilkynninga varðaði áhættuhegðun barna og fjölgar lítillega milli ára. Þá snúa rúmlega 27 prósent tilkynninga að ofbeldi gegn barni og tæpt prósent tengist því að heilsu eða lífi barns sé stefnt í hættu. Flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda bárust frá lögreglunni, eða 44 prósent. „Tilkynningarnar eru auðvitað miklu fleiri en börnin sem búa þeim að baki. Slíkt er ekki unnt að lesa úr þessum tölum en það er engu að síður ljóst að það er gífurleg aukning milli ára. Við höfum verið að bera okkur saman við önnur ríki og það eru ýmsar upplýsingar sem gefa til kynna að álagið á starfsfólki um land allt sé óhóflegt,“ segir Bragi. „Þessi þróun er athyglisverð og áskorun til stjórnvalda, og okkar allra, að bregðast við henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00