Konurnar í lífi Harry Bretaprins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 20:30 Ástir og örlög Harry Bretaprins. Vísir / Getty Images Harry Bretaprins og kanadíska leikkonan Meghan Markle opinberuðu trúlofun sína í gær en þau hafa verið saman síðan í júní árið 2016. Harry og Meghan voru leidd saman af sameiginlegum vini á blindu stefnumóti og hafa verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Harry hefur átt vingott við ýmsar konur í gegnum tíðina, stutt jafnt sem löng sambönd sem hafa vakið heimsathygli. Harry og Ellie á góðri stundu.Vísir / Getty Images Á eftir flökkusögum kemur barn Samband Harry prins og söngkonunnar Ellie Goulding var aldrei staðfest en þau sáust víst kyssast á viðburði í júní árið 2016, stuttu áður en Harry byrjaði með Meghan Markle. Sögusagnir um samband Harry og Ellie urðu svo háværar að hún var spurð að því í beinni útsendingu í sjónvarpinu nokkrum mánuðum síðar hvort hún bæri barn hans undir belti. Svarið var einfalt: Nei. Cressida og Harry.Vísir / Getty Images Of mikil athygli Bretaprinsinn deitaði leikkonuna, dansarann og fyrirsætuna Cressidu Bonas á árunum 2012 til 2014. Sagan segir að frænka Harry, prinsessan Eugenie, hafi kynnt þau tvö. Cressida lét hafa eftir sér eftir að þau hættu saman að henni hafi fundist athyglin á sambandið vera of mikil þar sem hún var einnig að einbeita sér að því að skapa sér nafn í leiklistarheiminum. Mollie King talaði víst of opinskátt um samband sitt og Harry.Vísir / Getty Images Búið spil Saturdays-söngkonan Mollie King sagðist hafa fengið sér drykk með Harry árið 2012. Síðar fréttist það að Harry hefði slitið sambandinu út af því að Mollie hafði verið of opin með samband þeirra. Florence.Vísir / Getty Images Frá prins í milljarðamæring Fyrirsætan Florence Brudenell Bruce var í tygjum við Harry um tíma árið 2011 en sambandinu lauk þegar Harry byrjaði í þyrluþjálfun í hernum. Florence gekk síðar að eiga vellauðuga kaupsýslumanninn Henry St. George. Caroline Flack.Vísir / Getty Images Það er ekkert X í ást X Factor-kynnirinn Caroline Flack ku hafa átt vingott við Harry Bretaprins árið 2009, en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini. Í bók sinni Storm in a C Cup skrifar Caroline að þau hafi þurft að slíta sambandinu þegar fréttist af því í fjölmiðlum. Chelsy og Harry skemmtu sér vel saman.Vísir / Getty Images Haltu mér, slepptu mér Lögfræðingurinn og skartgripahönnuðurinn Chelsy Davy og Harry voru saman, með hléum, á árunum 2004 til 2010. Chelsy var meira að segja gestur í brúðkaupi bróður Harry, Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Astrid er vinkona Kate Middleton.Vísir / Getty Images Óvíst um samband Harry var sagður eiga í rómantísku sambandi við athafnakonuna Astrid Harbord árið 2009 eftir að þau sáust saman í London. Astrid er vinkona Kate Middleton en samband hennar og Harry var aldrei staðfest. Tengdar fréttir Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun. 27. nóvember 2017 15:30 Velur ástina fram yfir Suits þættina Samkvæmt breskum slúðurmiðlum hefur leikkonan Meghan Markle tilkynnt framleiðendum Suits að hún muni ekki leika í fleiri þáttaröðum. 17. október 2017 10:30 Bein útsending: Harry og Meghan ræða við blaðamenn Harry Bretaprins og Meghan Markle ræða við blaðamenn nú klukkan 14. 27. nóvember 2017 13:58 Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59 Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Harry Bretaprins og kanadíska leikkonan Meghan Markle opinberuðu trúlofun sína í gær en þau hafa verið saman síðan í júní árið 2016. Harry og Meghan voru leidd saman af sameiginlegum vini á blindu stefnumóti og hafa verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Harry hefur átt vingott við ýmsar konur í gegnum tíðina, stutt jafnt sem löng sambönd sem hafa vakið heimsathygli. Harry og Ellie á góðri stundu.Vísir / Getty Images Á eftir flökkusögum kemur barn Samband Harry prins og söngkonunnar Ellie Goulding var aldrei staðfest en þau sáust víst kyssast á viðburði í júní árið 2016, stuttu áður en Harry byrjaði með Meghan Markle. Sögusagnir um samband Harry og Ellie urðu svo háværar að hún var spurð að því í beinni útsendingu í sjónvarpinu nokkrum mánuðum síðar hvort hún bæri barn hans undir belti. Svarið var einfalt: Nei. Cressida og Harry.Vísir / Getty Images Of mikil athygli Bretaprinsinn deitaði leikkonuna, dansarann og fyrirsætuna Cressidu Bonas á árunum 2012 til 2014. Sagan segir að frænka Harry, prinsessan Eugenie, hafi kynnt þau tvö. Cressida lét hafa eftir sér eftir að þau hættu saman að henni hafi fundist athyglin á sambandið vera of mikil þar sem hún var einnig að einbeita sér að því að skapa sér nafn í leiklistarheiminum. Mollie King talaði víst of opinskátt um samband sitt og Harry.Vísir / Getty Images Búið spil Saturdays-söngkonan Mollie King sagðist hafa fengið sér drykk með Harry árið 2012. Síðar fréttist það að Harry hefði slitið sambandinu út af því að Mollie hafði verið of opin með samband þeirra. Florence.Vísir / Getty Images Frá prins í milljarðamæring Fyrirsætan Florence Brudenell Bruce var í tygjum við Harry um tíma árið 2011 en sambandinu lauk þegar Harry byrjaði í þyrluþjálfun í hernum. Florence gekk síðar að eiga vellauðuga kaupsýslumanninn Henry St. George. Caroline Flack.Vísir / Getty Images Það er ekkert X í ást X Factor-kynnirinn Caroline Flack ku hafa átt vingott við Harry Bretaprins árið 2009, en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini. Í bók sinni Storm in a C Cup skrifar Caroline að þau hafi þurft að slíta sambandinu þegar fréttist af því í fjölmiðlum. Chelsy og Harry skemmtu sér vel saman.Vísir / Getty Images Haltu mér, slepptu mér Lögfræðingurinn og skartgripahönnuðurinn Chelsy Davy og Harry voru saman, með hléum, á árunum 2004 til 2010. Chelsy var meira að segja gestur í brúðkaupi bróður Harry, Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Astrid er vinkona Kate Middleton.Vísir / Getty Images Óvíst um samband Harry var sagður eiga í rómantísku sambandi við athafnakonuna Astrid Harbord árið 2009 eftir að þau sáust saman í London. Astrid er vinkona Kate Middleton en samband hennar og Harry var aldrei staðfest.
Tengdar fréttir Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun. 27. nóvember 2017 15:30 Velur ástina fram yfir Suits þættina Samkvæmt breskum slúðurmiðlum hefur leikkonan Meghan Markle tilkynnt framleiðendum Suits að hún muni ekki leika í fleiri þáttaröðum. 17. október 2017 10:30 Bein útsending: Harry og Meghan ræða við blaðamenn Harry Bretaprins og Meghan Markle ræða við blaðamenn nú klukkan 14. 27. nóvember 2017 13:58 Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59 Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Meghan Markle frumsýndi trúlofunarhringinn Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð en þetta kom fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í morgun. 27. nóvember 2017 15:30
Velur ástina fram yfir Suits þættina Samkvæmt breskum slúðurmiðlum hefur leikkonan Meghan Markle tilkynnt framleiðendum Suits að hún muni ekki leika í fleiri þáttaröðum. 17. október 2017 10:30
Bein útsending: Harry og Meghan ræða við blaðamenn Harry Bretaprins og Meghan Markle ræða við blaðamenn nú klukkan 14. 27. nóvember 2017 13:58
Hver er Meghan Markle? Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband næsta vor. 27. nóvember 2017 10:59
Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07
Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52