Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson virtist vongóður þegar hann mætti til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira