Þingflokkar Vinstri grænna og Framsóknar funda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 13:23 Frá þingflokksfundi Vinstri grænna sem hófst upp úr klukkan 13 í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Þingflokksfundir Vinstri grænna og Framsóknarflokksins eru hafnir í Alþingishúsinu. Sjálfstæðismenn funduðu í Valhöll í morgun. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna sem staðið hafa yfir síðustu daga en búist er við því að Vinstri græn muni taka formlega afstöðu til þess hvort að fara eigi í formlegar viðræður við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokks um hvort fara eigi í slíkar viðræður eður ei en þingflokkurinn fundaði í fjóra tíma um málið í gær. Ákveðið var að fresta fundinum til morguns en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að fundurinn hefði verið þungur. „Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ sagði Katrín og bætti við að mikil umræða hefði skapast á fundinum. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns.“Frá fundi Framsóknar sem einnig hófst í þinghúsinu upp úr klukkan 13.vísir/anton brinkÞingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru með samtals 35 þingmenn. Vika er síðan Framsókn sleit stjórnarmyndunarviðræðum við VG, Samfylkinguna og Pírata og Katrín skilaði síðar þann sama dag umboði til stjórnarmyndunar til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Síðan þá hefur enginn verið með formlegt stjórnarmyndunarumboð en óformlegar þreifingar um myndun ríkisstjórnar hafa staðið yfir á milli flokkanna þriggja. Funduðu formennirnir meðal annars um helgina á leynistað úti á landi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann væri bjartsýnn á að flokkarnir gætu náð saman og myndað sterka ríkisstjórn. Þannig hefði þeim tekist í samtölum síðastliðna daga að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um fyrir kosningar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Steingrímur áfram um samstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir kosningar Talaði fjálglega við Sjálfstæðismann um kosti ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. 13. nóvember 2017 11:18
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15