Margir í VG „með ónot í maganum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 08:21 Lilja Rafney Magnúsdóttir hvíslast hér á við Ara Trausta Guðmundsson, samflokksmann sinn, á göngum Alþingis. VÍSIR/Anton Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47