Margir í VG „með ónot í maganum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 08:21 Lilja Rafney Magnúsdóttir hvíslast hér á við Ara Trausta Guðmundsson, samflokksmann sinn, á göngum Alþingis. VÍSIR/Anton Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47