Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 08:56 Agnes Sigurðardóttir svaraði fyrir ásakanirnar í pontu Kirkjuþingsins. Skjáskot Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Segja fulltrúar biskup með þessu vera að senda stofnuninni „fingurinn,“ biskup sé í raun „kirkjufursti“ og að nefndin sem unnið hefur að breytingunum hafi verið „stungin í bakið“ Á Kirkjuþinginu, sem hófst um helgina og stendur enn yfir, var deilt um frumvarpið, sem miðar að því að gera lögin að meiri rammalöggjöf ásamt því að Þjóðkirkjan verði sjálfstæðari. Frumvarpið er styttra en núverandi löggjöf og hafa margir fulltrúar jafnvel kallað eftir því að þau verði enn styttri.„Mér hálfpartinn fallast bara hendur“ Við upphaf Kirkjuþingsins fengu fulltrúarnir bréf í hendurnar frá biskupi þar sem hann lýsir sig andsnúinn frumvarpsdrögunum. Hún segist í þrígang hafa áður lýst þessari skoðun sinni. Lokaorð bréfsins voru lesin upp á þinginu í gær, sem frummælandi sagði setja málið í allt annað horf.„Biskup Íslands áskilur sér rétt til að tjá framangreinda afstöðu sína gagnvart dómsmálaráðherra, ríkisstjórn og Alþingi verði frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga afgreitt frá Kirkjuþingi.“Kom þetta mörgum fulltrúm í opna skjöldu og lýstu þeir undrun sinni á því að Þjóðkirkjan ætlaði sér að stíga fram sem sundraður hópur yrði frumvarpið, sem hefur verið til meðferðar innan kirkjunnar um árabil, samþykkt á þinginu. Furðulegt væri að málið væri komið í þennan farveg á þessum tímapunkti. „Mér hálfpartinn fallast bara hendur við þetta.“Stofnunin fékk fingurinnStefán Magnússon, sem á sæti í löggjafarnefndinni sem unnið hefur að því að semja frumvarpið, var gáttaður á framgöngu biskups. „Það er líka svolítið sérstakt að þessi stofnun skuli eiginlega fá fingurinn frá biskupi. Auðvitað á hún að hafa skoðanir á þessu máli en að segja svo: „Ef það verður ekki farið eftir því sem að ég vil þá fer ég bara í ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn og breyti þessu þar,“ sagði Stefán. „Mér finnst það nú ekki mikil traustyfirlýsing biskups við þingið að setja svona á blað.“ Geir Waage lýsti bréfi biskups sem ágreiningi hans við kirkjuþingið. „Biskup hefur einfaldlega með bréfi sínu lýsti vantrausti á kirkjuþingið. Hún hefur lýst því yfir að hún muni hafa vilja þess að engu framvegis. Herra forseti, hvernig á kirkjuþingið að bregðast við?“ spurði Geir og bætti við: „Nú eigum við að æfa sambúðina við biskupinn sem hefur gert sig að kirkjufursta og lýst því yfir að hún geri ekkert með það sem kirkjuþingið stendur fyrir. Ég held að þetta sé einsdæmi.“ Bar hann biskup því næst þungum sökum og sagði hann vilja vera í valdastöðu gagnvart þjóðkirkjunni, kirkjuþinginu og kirkjuráði. „Hún vill hafa ríkisvaldið á bakvið sig.“ Jónína Bjartmarz fannst sem biskup væri að stinga löggjafarnefndina í bakið með bréfi sínu. Að hún ætlaði sér að vinna gegn samþykkt kirkjuþings með því að leita á náðir ríkisvaldsins. „Þetta finnst mér, og ég ætla að fá að taka þannig til orða, beinlínis verið að senda lýðræðinu puttann. Ég get ekki sætt mig við svona.“ Jónína sagði að ótækt væri að biskup sæti báðum megin við borðið í þessu máli, sem fulltrúi í kirkjuráði og sem biskup Íslands, og líkti honum við tvíhöfða þurs.Embættinu haldið frá frumvarpsgerðinniÍ ræðu sinni sagðist Agnes ekki líta á þetta sem aðför að kirkjuþingi, eins og margir vildu láta í veðri vaka. Hún væri einungis að lýsa skoðun sinni meðan málið er til umræðu - en ekki eftir á. Biskup ætlaði sér ekki að fara fram á að dómsmálaráðherra myndi beita sér gegn því að lögin yrðu samþykkt, eins og kirkjuþingsfulltrúar hafi látið í veðri vaka. Bréfið hennar bæri einungis með sér að hún myndi segja ráðherra raunverulega skoðun sína á drögunum þegar hún yrði kölluð á hans fund. Agnes segir það heiðarlega af sér að hafa látið þingfulltrúana vita af þessari afstöðu sinni í stað þess að þegja um hana. Þá sagði hún löggjafarnefndina hafa „meðvitað haldið biskupsembættinu frá“ samningu frumvarpsins og kallaði biskup eftir frekari samvinnu á næstu stigum málsins. Umræðurnar á Kirkjuþinginu má sjá hér að neðan. Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Segja fulltrúar biskup með þessu vera að senda stofnuninni „fingurinn,“ biskup sé í raun „kirkjufursti“ og að nefndin sem unnið hefur að breytingunum hafi verið „stungin í bakið“ Á Kirkjuþinginu, sem hófst um helgina og stendur enn yfir, var deilt um frumvarpið, sem miðar að því að gera lögin að meiri rammalöggjöf ásamt því að Þjóðkirkjan verði sjálfstæðari. Frumvarpið er styttra en núverandi löggjöf og hafa margir fulltrúar jafnvel kallað eftir því að þau verði enn styttri.„Mér hálfpartinn fallast bara hendur“ Við upphaf Kirkjuþingsins fengu fulltrúarnir bréf í hendurnar frá biskupi þar sem hann lýsir sig andsnúinn frumvarpsdrögunum. Hún segist í þrígang hafa áður lýst þessari skoðun sinni. Lokaorð bréfsins voru lesin upp á þinginu í gær, sem frummælandi sagði setja málið í allt annað horf.„Biskup Íslands áskilur sér rétt til að tjá framangreinda afstöðu sína gagnvart dómsmálaráðherra, ríkisstjórn og Alþingi verði frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga afgreitt frá Kirkjuþingi.“Kom þetta mörgum fulltrúm í opna skjöldu og lýstu þeir undrun sinni á því að Þjóðkirkjan ætlaði sér að stíga fram sem sundraður hópur yrði frumvarpið, sem hefur verið til meðferðar innan kirkjunnar um árabil, samþykkt á þinginu. Furðulegt væri að málið væri komið í þennan farveg á þessum tímapunkti. „Mér hálfpartinn fallast bara hendur við þetta.“Stofnunin fékk fingurinnStefán Magnússon, sem á sæti í löggjafarnefndinni sem unnið hefur að því að semja frumvarpið, var gáttaður á framgöngu biskups. „Það er líka svolítið sérstakt að þessi stofnun skuli eiginlega fá fingurinn frá biskupi. Auðvitað á hún að hafa skoðanir á þessu máli en að segja svo: „Ef það verður ekki farið eftir því sem að ég vil þá fer ég bara í ráðherra, ríkisstjórn og þingmenn og breyti þessu þar,“ sagði Stefán. „Mér finnst það nú ekki mikil traustyfirlýsing biskups við þingið að setja svona á blað.“ Geir Waage lýsti bréfi biskups sem ágreiningi hans við kirkjuþingið. „Biskup hefur einfaldlega með bréfi sínu lýsti vantrausti á kirkjuþingið. Hún hefur lýst því yfir að hún muni hafa vilja þess að engu framvegis. Herra forseti, hvernig á kirkjuþingið að bregðast við?“ spurði Geir og bætti við: „Nú eigum við að æfa sambúðina við biskupinn sem hefur gert sig að kirkjufursta og lýst því yfir að hún geri ekkert með það sem kirkjuþingið stendur fyrir. Ég held að þetta sé einsdæmi.“ Bar hann biskup því næst þungum sökum og sagði hann vilja vera í valdastöðu gagnvart þjóðkirkjunni, kirkjuþinginu og kirkjuráði. „Hún vill hafa ríkisvaldið á bakvið sig.“ Jónína Bjartmarz fannst sem biskup væri að stinga löggjafarnefndina í bakið með bréfi sínu. Að hún ætlaði sér að vinna gegn samþykkt kirkjuþings með því að leita á náðir ríkisvaldsins. „Þetta finnst mér, og ég ætla að fá að taka þannig til orða, beinlínis verið að senda lýðræðinu puttann. Ég get ekki sætt mig við svona.“ Jónína sagði að ótækt væri að biskup sæti báðum megin við borðið í þessu máli, sem fulltrúi í kirkjuráði og sem biskup Íslands, og líkti honum við tvíhöfða þurs.Embættinu haldið frá frumvarpsgerðinniÍ ræðu sinni sagðist Agnes ekki líta á þetta sem aðför að kirkjuþingi, eins og margir vildu láta í veðri vaka. Hún væri einungis að lýsa skoðun sinni meðan málið er til umræðu - en ekki eftir á. Biskup ætlaði sér ekki að fara fram á að dómsmálaráðherra myndi beita sér gegn því að lögin yrðu samþykkt, eins og kirkjuþingsfulltrúar hafi látið í veðri vaka. Bréfið hennar bæri einungis með sér að hún myndi segja ráðherra raunverulega skoðun sína á drögunum þegar hún yrði kölluð á hans fund. Agnes segir það heiðarlega af sér að hafa látið þingfulltrúana vita af þessari afstöðu sinni í stað þess að þegja um hana. Þá sagði hún löggjafarnefndina hafa „meðvitað haldið biskupsembættinu frá“ samningu frumvarpsins og kallaði biskup eftir frekari samvinnu á næstu stigum málsins. Umræðurnar á Kirkjuþinginu má sjá hér að neðan.
Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00