Innlent

Leitað í sjónum við Sæbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum.
Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. Vísir/Ernir
Mikill viðbúnaður er nú við Sæbraut. Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki vitað hvort einhver hafi farið í sjóinn en verið sé að leita af sér allan grun.

Samkvæmt blaðamanni á staðnum er mikill viðbúnaður á vettvangi og eru þar bátar, slökkviliðsbílar, sjúkrabílar sem og einhverjir lögreglubílar.

Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært 21:28:

Tilkynning sem neyðarlínunni barst í kvöld um að einstaklingur hefði farið í sjóinn hjá Sæbraut við Kirkjusand reyndist vera gabb.

Vísir/Ernir
Vísir/Ernir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×