Símaat í neyðarlínu ræsti út alla viðbragðsaðila Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 21:25 Mikill viðbúnaður var á vettvangi en um símaat var að ræða. Vísir/Ernir Tilkynning sem neyðarlínunni barst í kvöld um að einstaklingur hefði farið í sjóinn hjá Sæbraut við Kirkjusand reyndist vera gabb. Varðstjóri hjá lögreglu segir málið háalvarlegt, enda allir viðbragðsaðilar ræstir út þegar slík tilkynning berst. Tvær konur hafa verið handteknar vegna málsins. „Þetta er bara gabb. Einhver að gera grín í lögreglu og gera grín í viðbragðsaðilum. Það er búið að handtaka viðkomandi og hann er á leiðinni í skýrslutöku,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.Vísir/ErnirÞannig að þið lítið þetta mál alvarlegum augum? „Mjög alvarlegum augum. Að hringja í 112 og segja að einhver hafi stokkið í sjóinn. Þetta er háalvarlegt mál. Búið að ræsa út sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila.“ Mikill viðbúnaður var við Sæbraut fyrr í kvöld, enda leit erfið í myrkri og þá sérstaklega í sjó. „Komnir tveir bátar og byrjaðir að leita. Allt viðbragð fór bara af stað þegar það kom tilkynning um að aðili sé farinn í sjóinn,“ segir Rafn Hilmar.Uppfært 21:58: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Fyrr í kvöld barst tilkynning um að fólk hafi farið í sjóinn við Sæbraut gegnt Kirkjusandi. Lögregla, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og sjóflokkar björgunarsveita voru kölluð út með hæsta forgangi, í ljósi alvarleika tilkynningarinnar. Eftir að enginn fannst var reynt að ná í tilkynnanda aftur en fljótt eftir það kom upp sá grunur að um gabb væri að ræða. Lögreglan hefur handtekið tvær konur á fertugsaldri vegna málsins og eru þær vistaðar í fangaklefa og bíða yfirheyrslu. Tengdar fréttir Leitað í sjónum við Sæbraut Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. 14. nóvember 2017 20:52 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Tilkynning sem neyðarlínunni barst í kvöld um að einstaklingur hefði farið í sjóinn hjá Sæbraut við Kirkjusand reyndist vera gabb. Varðstjóri hjá lögreglu segir málið háalvarlegt, enda allir viðbragðsaðilar ræstir út þegar slík tilkynning berst. Tvær konur hafa verið handteknar vegna málsins. „Þetta er bara gabb. Einhver að gera grín í lögreglu og gera grín í viðbragðsaðilum. Það er búið að handtaka viðkomandi og hann er á leiðinni í skýrslutöku,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.Vísir/ErnirÞannig að þið lítið þetta mál alvarlegum augum? „Mjög alvarlegum augum. Að hringja í 112 og segja að einhver hafi stokkið í sjóinn. Þetta er háalvarlegt mál. Búið að ræsa út sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila.“ Mikill viðbúnaður var við Sæbraut fyrr í kvöld, enda leit erfið í myrkri og þá sérstaklega í sjó. „Komnir tveir bátar og byrjaðir að leita. Allt viðbragð fór bara af stað þegar það kom tilkynning um að aðili sé farinn í sjóinn,“ segir Rafn Hilmar.Uppfært 21:58: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:Fyrr í kvöld barst tilkynning um að fólk hafi farið í sjóinn við Sæbraut gegnt Kirkjusandi. Lögregla, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og sjóflokkar björgunarsveita voru kölluð út með hæsta forgangi, í ljósi alvarleika tilkynningarinnar. Eftir að enginn fannst var reynt að ná í tilkynnanda aftur en fljótt eftir það kom upp sá grunur að um gabb væri að ræða. Lögreglan hefur handtekið tvær konur á fertugsaldri vegna málsins og eru þær vistaðar í fangaklefa og bíða yfirheyrslu.
Tengdar fréttir Leitað í sjónum við Sæbraut Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. 14. nóvember 2017 20:52 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Leitað í sjónum við Sæbraut Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. 14. nóvember 2017 20:52